Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2012 18:30 Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. Það var í byrjun apríl 2010 sem slitastjórn Glitnis höfðaði skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannesyni, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Pálma Haraldssyni og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Málið snýst um lánveitingu Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons, félagi Pálma, upp á sex milljarða króna hinn 16. júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings Ltd. af Fons. Aurum Holdings er einn stærsti skartgripasali Bretlands og á m.a skartgripakeðjuna Goldsmiths, en slitastjórn Glitnis telur yfirverð hafa verið greitt fyrir hlutabréfin. Að mati slitastjórnar Glitnis var verðið á hlutabréfunum ákveðið samkvæmt tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Í skaðabótamálinu voru dómkvaddir matsmenn til að meta verðið á Aurum Holdings en það eru þeir Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor, en hann situr jafnframt í rannsóknarnefnd sparisjóðanna, og eiga þeir að skila mati sínu hinn 20. janúar næstkomandi. Samtímis skaðabótamálinu fór fram kyrrsetning í eignum Lárusar og Jóns Ásgeirs hér á landi vegna málsins en þeir hafa reynt að hnekkja þeirri kyrrsetningu í sjálfstæðu máli og er fyrirtaka í því í Hæstarétti á miðvikudaginn. Á sama tíma og skaðabótamál var höfðað í apríl 2010 kærði slitastjórn Glitnis málið til sérstaks saksóknara sem hefur haft það til rannsóknar vegna gruns um umboðssvik. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er rannsóknin langt komin.Jón Ásgeir Jóhannesson.Eins og komið hefur fram telur slitastjórn Glitnis að Lárus hafi tekið við beinum skipunum frá Jóni Ásgeiri um veitingu lánsins og þeir hafi sameiginlega valdið bankanum tjóni vegna þess. Þessu er harðlega mótmælt í greinargerð lögmanns Jóns Ásgeirs. Jón Ásgeir ber ekki ábyrgð á lánveitingunni að lögum og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Velta má fyrir sér hvort Lárus hafi áttað sig á því að hann gat í raun virt alla tölvupósta frá Jóni Ásgeiri að vettugi, enda hafði hann enga stöðu hjá Glitni.Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, fer með málið fyrir hönd slitastjórnar Glitnis.Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, sem fer með málið fyrir slitastjórn Glitnis, segir að slitastjórnin sé tilbúin að fresta aðalmeðferð þess þangað til niðurstaða í rannsókn sérstaks saksóknara liggur fyrir. Það bíður þó ákvörðunar dómara, sem getur raunar tekið ákvörðun um slíkt án kröfu, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Hróbjartur segir þó að slitastjórn Glitnis muni ekki fallast á að málinu verði frestað fram í hið óendanlega dragist rannsókn sérstaks saksóknara mikið á langinn. „Ef það kemur ekki niðurstaða í opinbera málið innan hæfilegs tíma verður málið flutt. Það er miklu líklegra að afstaða sérstaks liggi fyrir fyrr en síðar. Því við létum öll gögnin til hans og það var búið að vinna mikið af hálfu Glitnis. Það kæmi mér ekki á óvart ef það kæmi fljótlega niðurstaða í það hvað hann vill gera, en hvort hann ákærir eða ekki, það er auðvitað ekki okkar að segja til um," segir Hróbjartur. Aurum Holding málið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. Það var í byrjun apríl 2010 sem slitastjórn Glitnis höfðaði skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannesyni, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Pálma Haraldssyni og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Málið snýst um lánveitingu Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons, félagi Pálma, upp á sex milljarða króna hinn 16. júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings Ltd. af Fons. Aurum Holdings er einn stærsti skartgripasali Bretlands og á m.a skartgripakeðjuna Goldsmiths, en slitastjórn Glitnis telur yfirverð hafa verið greitt fyrir hlutabréfin. Að mati slitastjórnar Glitnis var verðið á hlutabréfunum ákveðið samkvæmt tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Í skaðabótamálinu voru dómkvaddir matsmenn til að meta verðið á Aurum Holdings en það eru þeir Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor, en hann situr jafnframt í rannsóknarnefnd sparisjóðanna, og eiga þeir að skila mati sínu hinn 20. janúar næstkomandi. Samtímis skaðabótamálinu fór fram kyrrsetning í eignum Lárusar og Jóns Ásgeirs hér á landi vegna málsins en þeir hafa reynt að hnekkja þeirri kyrrsetningu í sjálfstæðu máli og er fyrirtaka í því í Hæstarétti á miðvikudaginn. Á sama tíma og skaðabótamál var höfðað í apríl 2010 kærði slitastjórn Glitnis málið til sérstaks saksóknara sem hefur haft það til rannsóknar vegna gruns um umboðssvik. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er rannsóknin langt komin.Jón Ásgeir Jóhannesson.Eins og komið hefur fram telur slitastjórn Glitnis að Lárus hafi tekið við beinum skipunum frá Jóni Ásgeiri um veitingu lánsins og þeir hafi sameiginlega valdið bankanum tjóni vegna þess. Þessu er harðlega mótmælt í greinargerð lögmanns Jóns Ásgeirs. Jón Ásgeir ber ekki ábyrgð á lánveitingunni að lögum og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Velta má fyrir sér hvort Lárus hafi áttað sig á því að hann gat í raun virt alla tölvupósta frá Jóni Ásgeiri að vettugi, enda hafði hann enga stöðu hjá Glitni.Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, fer með málið fyrir hönd slitastjórnar Glitnis.Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, sem fer með málið fyrir slitastjórn Glitnis, segir að slitastjórnin sé tilbúin að fresta aðalmeðferð þess þangað til niðurstaða í rannsókn sérstaks saksóknara liggur fyrir. Það bíður þó ákvörðunar dómara, sem getur raunar tekið ákvörðun um slíkt án kröfu, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Hróbjartur segir þó að slitastjórn Glitnis muni ekki fallast á að málinu verði frestað fram í hið óendanlega dragist rannsókn sérstaks saksóknara mikið á langinn. „Ef það kemur ekki niðurstaða í opinbera málið innan hæfilegs tíma verður málið flutt. Það er miklu líklegra að afstaða sérstaks liggi fyrir fyrr en síðar. Því við létum öll gögnin til hans og það var búið að vinna mikið af hálfu Glitnis. Það kæmi mér ekki á óvart ef það kæmi fljótlega niðurstaða í það hvað hann vill gera, en hvort hann ákærir eða ekki, það er auðvitað ekki okkar að segja til um," segir Hróbjartur.
Aurum Holding málið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira