Þægilegt andrúmsloft á RIFF Jóhanna Margrét Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. október 2012 20:30 Geoffrey Gilmore mynd/fréttastofa Kvikmyndahátíðin RIFF nær hápunkti í kvöld þegar veitt verða verðlaun í fjölda flokka. Aðalverðlaun hátíðarinnar eru Gullni lundinn og við hittum formann dómnefndarinnar sem segist afar hrifinn af hátíðinni. Geoffrey Gilmore er í dag stjórnandi Tribeca hátíðarinnar í New York en í sautján ár stýrði hann Sundance hátíð Roberts Redford. Hann segist afar hrifinn af RIFF og ekki síst sjálfu landinu. „Ég nýt þess sannarlega. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands og mig hefur langað að koma hingað í mörg ár," segir Geoffrey. Jeffrey segir að úrval myndanna á RIFF hafi komið sér ánægjulega á óvart, erfitt sé að gera upp á milli. Gullni lundinn, eru veitt ungum kvikmyndagerðarmönnum sem aðeins hafa gert eina eða tvær myndir á ferlinum. En á hvað horfir dómarinn þegar hann metur myndirnar sem tilnefndar eru? „Við leitum að einhvers konar frumleika, að þær taki áhættu. Það var einmitt um þetta sem keppnin snerist." Jeff segir andrúmsloftið á RIFF mun þægilegra en á stóru hátíðunum út í heimi þar sem allt snúist um viðskipti. „Maður getur hitt alla, maður fær tækifæri til að setjast niður og tala við fólk, maður er ekki bara að þjóta frá einum viðburði til annars, eins og það er til dæmis í Cannes." Starfs síns vegna horfir Jeff á gríðarlegan fjölda mynda, eða rúmlega sex hundruð á ári. Það kemur því ekki á óvart að hann skuli hafa séð Djúpið hans Baltasars á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Hann segist hafa orðið mjög hrifinn. „Hún var alls ekki eins og ég bjóst við að hún væri. Maður hugsar um þetta sem sögu um skipsskaða og maður hefur séð slíkar myndir áður. En þetta er óvenjuleg saga um björgun sem er næstum ótrúleg," segir Geoffrey að lokum. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF nær hápunkti í kvöld þegar veitt verða verðlaun í fjölda flokka. Aðalverðlaun hátíðarinnar eru Gullni lundinn og við hittum formann dómnefndarinnar sem segist afar hrifinn af hátíðinni. Geoffrey Gilmore er í dag stjórnandi Tribeca hátíðarinnar í New York en í sautján ár stýrði hann Sundance hátíð Roberts Redford. Hann segist afar hrifinn af RIFF og ekki síst sjálfu landinu. „Ég nýt þess sannarlega. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands og mig hefur langað að koma hingað í mörg ár," segir Geoffrey. Jeffrey segir að úrval myndanna á RIFF hafi komið sér ánægjulega á óvart, erfitt sé að gera upp á milli. Gullni lundinn, eru veitt ungum kvikmyndagerðarmönnum sem aðeins hafa gert eina eða tvær myndir á ferlinum. En á hvað horfir dómarinn þegar hann metur myndirnar sem tilnefndar eru? „Við leitum að einhvers konar frumleika, að þær taki áhættu. Það var einmitt um þetta sem keppnin snerist." Jeff segir andrúmsloftið á RIFF mun þægilegra en á stóru hátíðunum út í heimi þar sem allt snúist um viðskipti. „Maður getur hitt alla, maður fær tækifæri til að setjast niður og tala við fólk, maður er ekki bara að þjóta frá einum viðburði til annars, eins og það er til dæmis í Cannes." Starfs síns vegna horfir Jeff á gríðarlegan fjölda mynda, eða rúmlega sex hundruð á ári. Það kemur því ekki á óvart að hann skuli hafa séð Djúpið hans Baltasars á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Hann segist hafa orðið mjög hrifinn. „Hún var alls ekki eins og ég bjóst við að hún væri. Maður hugsar um þetta sem sögu um skipsskaða og maður hefur séð slíkar myndir áður. En þetta er óvenjuleg saga um björgun sem er næstum ótrúleg," segir Geoffrey að lokum.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira