Innlent

Stóra systir sallaróleg yfir kæruhótun

Stóra systir vill ekki upplýsa Fréttablaðið um hvort von sé á fleiri nafnalistum yfir vændiskaupendur frá þeim í bráð.Fréttablaðið/Anton
Stóra systir vill ekki upplýsa Fréttablaðið um hvort von sé á fleiri nafnalistum yfir vændiskaupendur frá þeim í bráð.Fréttablaðið/Anton
Grasrótarsamtökin Stóra systir sendu út beiðni til almennings í vikunni og kölluðu eftir aðstoð við að uppræta vændi í samfélaginu. Samtökin svöruðu nokkrum spurningum fyrir Fréttablaðið í gegn um tölvupóst. Hafið þið fengið mikil viðbrögð?

„Já. Það er ástæðan fyrir því að við sendum út þessa fréttatilkynningu. Fólk hefur haft samband og vill vita hvernig það geti hjálpað og verið með í baráttunni gegn vændi. Síðastliðna mánuði höfum við fengið margar ábendingar sem hafa hjálpað okkur mikið í rannsóknarstarfi okkar,“ segir í svarinu. Stóra systir segir fjölmarga, bæði karla og konur, hafa sett sig í samband til að þakka okkur fyrir að halda áfram í baráttunni.

Þar á meðal konur sem þekkja vændi af eigin raun sem eru þakklátar fyrir okkar starf. Það þykir okkur mjög vænt um. Það eru ekki síst þessi bréf sem halda okkur við efnið.“

Hafa ykkur borist hótanir? „Já, okkur hefur verið hótað kæru en við bíðum enn þá eftir henni. En við höfum við ekki gert neitt ólöglegt þannig að við erum sallarólegar.“ Þær segja meðvitund fólks um alvarleika og afleiðingar vændis hafa vaxið að undanförnu og þó að lögregla hafi ekki nýtt sér upplýsingar frá samtökunum liggi árangurinn ekki síst í aukinni umræðu.

Stóra systir vill ekki svara því hvort von sé á frekari uppljóstrunum frá þeim í takti við nafnalistann yfir kaupendur sem var afhentur til lögreglunnar. „Það mun koma í ljós,“ segja þær. - svAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.