Kjósendur axli ábyrgð 19. desember 2012 06:00 Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun