Ingólfstorg – Kvosin Páll Hjaltason skrifar 2. júlí 2012 10:15 Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar