Sex þúsund tonn af sælgæti – Sex þúsund tonn af grænmeti 21. febrúar 2012 06:00 Í landskönnun á mataræði 2010 - 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands kynntu nýlega kemur fram að landsmenn borða um 6 þúsund tonn af sælgæti á ári. Íslenskir grænmetisbændur sem eru í Sölufélagi garðyrkjumanna senda svipað magn, 6 þúsund tonn, af grænmeti á markaðinn árlega. Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm. Landsmenn hafa aukið grænmetisneyslu sína um 19 prósent frá árinu 2002 en hún er að meðaltali 120 grömm á dag. Það samsvarar t.d. einum litlum tómat, gúrkusneið og einni lítilli gulrót. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þyrfti að tvöfalda magnið í tvo tómata, tvær gúrkusneiðar og tvær gulrætur á dag. Þeir starfsmenn sem unnu þessa könnun hafa fylgst með þróun á matarvenjum landsmanna í mörg ár og hafa lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á hollu mataræði og hvaða þýðingu það hefur fyrir lýðheilsu. Verkefnisstjóri hjá landlækni sagði í fréttum nýlega að sælgætisneyslan væri komin út í algjöra vitleysu og það væri nær að gera grænmeti og ávöxtum hærra undir höfði.30 tegundir af grænmeti Hnattstaða landsins og landfræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland garðyrkju en einmitt það ásamt náttúruauðlindum landsins skapa landinu sérstöðu sem garðyrkjulandi. Norðlæg lega og einangrun þýðir að hér er fátt innlendra meindýra og sjúkdóma í gróðri. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað í ylrækt undanfarin ár og Íslendingar standa mjög framarlega á því sviði. Grænmetisbændur bjóða nú upp á tómata og gúrkur allt árið og paprikan fylgir fast eftir. Samtals rækta garðyrkjubændur tæplega 30 tegundir af grænmeti í ylrækt og útirækt. Gróðurhúsin eru tæknilega mjög vel búin, tölvur stjórna loftslaginu og vökvun eftir þörfum plantnanna. Sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathugunarstöð. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti liggur í umhverfinu. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott og hollt.Barist við offitu Offita er vandamál sem heilbrigðisstéttir hafa verið að berjast við undanfarin ár. Með hverju ári þyngist þjóðin og nú er svo komið að 58,5 prósent landsmanna eru of þung eða eiga við offitu að stríða. Það er því ljóst að landsmenn verða að breyta neysluvenjum sínum. Þeir sérfræðingar sem unnu landskönnunina segja að niðurstöður hennar nýtist á margan hátt, m.a. varðandi áherslu í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar og matvælaöryggis. Þá segja þeir að fræðsla og ráðgjöf til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings byggist á þeirri þekkingu sem fæst úr landskönnun sem þessari. Grænmetisbændur taka undir með sérfræðingunum sem unnu könnunina og vonast til að stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur tileinki sér þá þekkingu sem fæst úr þeirri miklu og vönduðu vinnu sem nú liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Í landskönnun á mataræði 2010 - 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands kynntu nýlega kemur fram að landsmenn borða um 6 þúsund tonn af sælgæti á ári. Íslenskir grænmetisbændur sem eru í Sölufélagi garðyrkjumanna senda svipað magn, 6 þúsund tonn, af grænmeti á markaðinn árlega. Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm. Landsmenn hafa aukið grænmetisneyslu sína um 19 prósent frá árinu 2002 en hún er að meðaltali 120 grömm á dag. Það samsvarar t.d. einum litlum tómat, gúrkusneið og einni lítilli gulrót. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þyrfti að tvöfalda magnið í tvo tómata, tvær gúrkusneiðar og tvær gulrætur á dag. Þeir starfsmenn sem unnu þessa könnun hafa fylgst með þróun á matarvenjum landsmanna í mörg ár og hafa lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á hollu mataræði og hvaða þýðingu það hefur fyrir lýðheilsu. Verkefnisstjóri hjá landlækni sagði í fréttum nýlega að sælgætisneyslan væri komin út í algjöra vitleysu og það væri nær að gera grænmeti og ávöxtum hærra undir höfði.30 tegundir af grænmeti Hnattstaða landsins og landfræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland garðyrkju en einmitt það ásamt náttúruauðlindum landsins skapa landinu sérstöðu sem garðyrkjulandi. Norðlæg lega og einangrun þýðir að hér er fátt innlendra meindýra og sjúkdóma í gróðri. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað í ylrækt undanfarin ár og Íslendingar standa mjög framarlega á því sviði. Grænmetisbændur bjóða nú upp á tómata og gúrkur allt árið og paprikan fylgir fast eftir. Samtals rækta garðyrkjubændur tæplega 30 tegundir af grænmeti í ylrækt og útirækt. Gróðurhúsin eru tæknilega mjög vel búin, tölvur stjórna loftslaginu og vökvun eftir þörfum plantnanna. Sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathugunarstöð. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti liggur í umhverfinu. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott og hollt.Barist við offitu Offita er vandamál sem heilbrigðisstéttir hafa verið að berjast við undanfarin ár. Með hverju ári þyngist þjóðin og nú er svo komið að 58,5 prósent landsmanna eru of þung eða eiga við offitu að stríða. Það er því ljóst að landsmenn verða að breyta neysluvenjum sínum. Þeir sérfræðingar sem unnu landskönnunina segja að niðurstöður hennar nýtist á margan hátt, m.a. varðandi áherslu í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar og matvælaöryggis. Þá segja þeir að fræðsla og ráðgjöf til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings byggist á þeirri þekkingu sem fæst úr landskönnun sem þessari. Grænmetisbændur taka undir með sérfræðingunum sem unnu könnunina og vonast til að stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur tileinki sér þá þekkingu sem fæst úr þeirri miklu og vönduðu vinnu sem nú liggur fyrir.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun