Baldur segir eðlilegar ástæður fyrir sölu íbúðabréfa 20. september 2012 12:05 Baldur ásamt samstarfsfélaga sínum. Baldur Guðlaugsson segir í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum fyrir stundu að honum væri ekki kunnugt um að viðskipti, sem Kastljós greindi frá í gærkvöldi, sættu sérstakri rannsókn. Hann bendir jafnframt á að hann hafi látið af störfum hjá stjórnarráðinu árið 2009 og hafi ekki haft neinn aðgang að upplýsingum um þau mál sem á hverjum tíma eru til vinnslu í stjórnarráðinu eða annars staðar í stjórnsýslunni Um sölu bréfanna segir hann: „Ástæða þess að ég ákvað að selja íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14 var ósköp einföld. Þessi bréf höfðu hækkað mjög í verði á fyrstu mánuðum þessa árs, að því er fram hafði komið vegna áhuga erlendra krónueigenda á að eignast þau af þeim ástæðum sem að framan greinir. Umrædd íbúðabréf eru með afborgunum tvisvar á ári og lokagjalddaga á árinu 2014. Segir sig sjálft að eftirstöðvar bréfanna - og þar með andlag viðskipta með bréfin - lækkar eftir því sem búið er að greiða fleiri afborganir af bréfunum og nær dregur lokagjalddaga þeirra. Ég ákvað því að selja íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14." Hér er yfirlýsingin í heild sinni: Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var fjallað um það að undirritaður hefði selt íbúðarbréf í mars sl., nokkrum dögum áður en gerðar voru breytingar á lögum um gjaldeyrismál sem þrengdu heimildir erlendra eigenda slíkra bréfa til að fá gjaldeyrisyfirfærslu fyrir afborgunum og vöxtum af bréfunum. Var látið að því liggja að undirritaður hefði vegna fyrri starfa í stjórnarráðinu haft vitneskju um að umræddar lagabreytingar væru í farvatninu. Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram: 1. Ég lét af störfum í stjórnarráðinu á árinu 2009 og hef ekki frá þeim tíma haft neinn aðgang að upplýsingum um þau mál sem á hverjum tíma eru til vinnslu í stjórnarráðinu eða annars staðar í stjórnsýslunni . Hef ég hvorki leitað eftir slíkum upplýsingum né þær verið látnar mér í té. Gildir það jafnt um breytingar á lögum gjaldeyrimál sem önnur mál. Mér var því með öllu ókunnugt um að til stæði að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum sem þrengdu gjaldeyrisyfirfærsluheimildir erlendra eigenda íbúðabréfa. 2. Ástæða þess að ég ákvað að selja íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14 var ósköp einföld. Þessi bréf höfðu hækkað mjög í verði á fyrstu mánuðum þessa árs, að því er fram hafði komið vegna áhuga erlendra krónueigenda á að eignast þau af þeim ástæðum sem að framan greinir. Umrædd íbúðabréf eru með afborgunum tvisvar á ári og lokagjalddaga á árinu 2014. Segir sig sjálft að eftirstöðvar bréfanna - og þar með andlag viðskipta með bréfin - lækkar eftir því sem búið er að greiða fleiri afborganir af bréfunum og nær dregur lokagjalddaga þeirra. Ég ákvað því að selja íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14. Þar sem fyrir lá að ég myndi hefja nýjan kafla í lífinu sunnudaginn 11. mars sl. lagði ég áherslu á að ljúka sölunni fyrir þann tíma. Hafði ég fyrst samband við verðbréfafyrirtæki um söluna um miðbik vikunnar á undan. Viðskipti komust síðan á föstudaginn 9. mars. Tímasetning tilkynningar verðbréfafyrirtækisins sem annaðist viðskipin til Kauphallar þann dag um viðskiptin er mér hins vegar með öllu óviðkomandi. Rétt er að taka fram að það sem fram kom í umfjöllun Kastljóss um söluverð umræddra bréfa er rangt. Söluverð bréfanna var miklum mun lægra. 3. Mér er ekki kunnugt um að umrædd viðskipti eða önnur sem fram fóru á þessum tíma sæti sérstakri rannsókn . Það á hins vegar að vera sjálfsagður hluti af verkefnum Kauphallar og Fjármálaeftirlits að kanna hvort eitthvað telst óeðlilegt við viðskipti á verðbréfamarkaði sem eiga sér stað í aðdraganda lagabreytinga sem áhrif geta haft á verðmyndun á markaði. Vonandi hefur það verið gert í þessu tilviki sem öðrum. Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál. Tengdar fréttir Baldur Guðlaugsson í vinnu hjá Lex lögmannsstofu Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sinnir nú verkefnum fyrir Lex lögmannsstofu, að því er fram kemur í frétt á vef Viðskiptablaðsins. Starf Baldurs er hluti af afplánun hans, sem hann situr nú af sér, eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, fyrr á þessu ári, vegna innherjasvika og brots í opinberu starfi. Brotin framdi Baldur þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum fyrir ríflega 190 milljónir króna, í september 2008, er hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og átti sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 17. september 2012 15:53 Baldur sagður hafa selt skuldabréf áður en hert var á höftunum Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem nú afplánar 2 ára fangelsisdóm fyrir innherjasvik, er sagður hafa selt ríkisskuldabréf fyrir 190 milljónir króna rétt áður en hert lög um gjaldeyrishöft tóku gildi. 20. september 2012 06:30 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Baldur Guðlaugsson segir í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum fyrir stundu að honum væri ekki kunnugt um að viðskipti, sem Kastljós greindi frá í gærkvöldi, sættu sérstakri rannsókn. Hann bendir jafnframt á að hann hafi látið af störfum hjá stjórnarráðinu árið 2009 og hafi ekki haft neinn aðgang að upplýsingum um þau mál sem á hverjum tíma eru til vinnslu í stjórnarráðinu eða annars staðar í stjórnsýslunni Um sölu bréfanna segir hann: „Ástæða þess að ég ákvað að selja íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14 var ósköp einföld. Þessi bréf höfðu hækkað mjög í verði á fyrstu mánuðum þessa árs, að því er fram hafði komið vegna áhuga erlendra krónueigenda á að eignast þau af þeim ástæðum sem að framan greinir. Umrædd íbúðabréf eru með afborgunum tvisvar á ári og lokagjalddaga á árinu 2014. Segir sig sjálft að eftirstöðvar bréfanna - og þar með andlag viðskipta með bréfin - lækkar eftir því sem búið er að greiða fleiri afborganir af bréfunum og nær dregur lokagjalddaga þeirra. Ég ákvað því að selja íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14." Hér er yfirlýsingin í heild sinni: Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var fjallað um það að undirritaður hefði selt íbúðarbréf í mars sl., nokkrum dögum áður en gerðar voru breytingar á lögum um gjaldeyrismál sem þrengdu heimildir erlendra eigenda slíkra bréfa til að fá gjaldeyrisyfirfærslu fyrir afborgunum og vöxtum af bréfunum. Var látið að því liggja að undirritaður hefði vegna fyrri starfa í stjórnarráðinu haft vitneskju um að umræddar lagabreytingar væru í farvatninu. Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram: 1. Ég lét af störfum í stjórnarráðinu á árinu 2009 og hef ekki frá þeim tíma haft neinn aðgang að upplýsingum um þau mál sem á hverjum tíma eru til vinnslu í stjórnarráðinu eða annars staðar í stjórnsýslunni . Hef ég hvorki leitað eftir slíkum upplýsingum né þær verið látnar mér í té. Gildir það jafnt um breytingar á lögum gjaldeyrimál sem önnur mál. Mér var því með öllu ókunnugt um að til stæði að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum sem þrengdu gjaldeyrisyfirfærsluheimildir erlendra eigenda íbúðabréfa. 2. Ástæða þess að ég ákvað að selja íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14 var ósköp einföld. Þessi bréf höfðu hækkað mjög í verði á fyrstu mánuðum þessa árs, að því er fram hafði komið vegna áhuga erlendra krónueigenda á að eignast þau af þeim ástæðum sem að framan greinir. Umrædd íbúðabréf eru með afborgunum tvisvar á ári og lokagjalddaga á árinu 2014. Segir sig sjálft að eftirstöðvar bréfanna - og þar með andlag viðskipta með bréfin - lækkar eftir því sem búið er að greiða fleiri afborganir af bréfunum og nær dregur lokagjalddaga þeirra. Ég ákvað því að selja íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14. Þar sem fyrir lá að ég myndi hefja nýjan kafla í lífinu sunnudaginn 11. mars sl. lagði ég áherslu á að ljúka sölunni fyrir þann tíma. Hafði ég fyrst samband við verðbréfafyrirtæki um söluna um miðbik vikunnar á undan. Viðskipti komust síðan á föstudaginn 9. mars. Tímasetning tilkynningar verðbréfafyrirtækisins sem annaðist viðskipin til Kauphallar þann dag um viðskiptin er mér hins vegar með öllu óviðkomandi. Rétt er að taka fram að það sem fram kom í umfjöllun Kastljóss um söluverð umræddra bréfa er rangt. Söluverð bréfanna var miklum mun lægra. 3. Mér er ekki kunnugt um að umrædd viðskipti eða önnur sem fram fóru á þessum tíma sæti sérstakri rannsókn . Það á hins vegar að vera sjálfsagður hluti af verkefnum Kauphallar og Fjármálaeftirlits að kanna hvort eitthvað telst óeðlilegt við viðskipti á verðbréfamarkaði sem eiga sér stað í aðdraganda lagabreytinga sem áhrif geta haft á verðmyndun á markaði. Vonandi hefur það verið gert í þessu tilviki sem öðrum. Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál.
Tengdar fréttir Baldur Guðlaugsson í vinnu hjá Lex lögmannsstofu Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sinnir nú verkefnum fyrir Lex lögmannsstofu, að því er fram kemur í frétt á vef Viðskiptablaðsins. Starf Baldurs er hluti af afplánun hans, sem hann situr nú af sér, eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, fyrr á þessu ári, vegna innherjasvika og brots í opinberu starfi. Brotin framdi Baldur þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum fyrir ríflega 190 milljónir króna, í september 2008, er hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og átti sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 17. september 2012 15:53 Baldur sagður hafa selt skuldabréf áður en hert var á höftunum Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem nú afplánar 2 ára fangelsisdóm fyrir innherjasvik, er sagður hafa selt ríkisskuldabréf fyrir 190 milljónir króna rétt áður en hert lög um gjaldeyrishöft tóku gildi. 20. september 2012 06:30 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Baldur Guðlaugsson í vinnu hjá Lex lögmannsstofu Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sinnir nú verkefnum fyrir Lex lögmannsstofu, að því er fram kemur í frétt á vef Viðskiptablaðsins. Starf Baldurs er hluti af afplánun hans, sem hann situr nú af sér, eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, fyrr á þessu ári, vegna innherjasvika og brots í opinberu starfi. Brotin framdi Baldur þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum fyrir ríflega 190 milljónir króna, í september 2008, er hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og átti sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 17. september 2012 15:53
Baldur sagður hafa selt skuldabréf áður en hert var á höftunum Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem nú afplánar 2 ára fangelsisdóm fyrir innherjasvik, er sagður hafa selt ríkisskuldabréf fyrir 190 milljónir króna rétt áður en hert lög um gjaldeyrishöft tóku gildi. 20. september 2012 06:30