Velferð og vald Helga Birna Gunnarsdóttir skrifar 1. maí 2012 06:00 Ég hygg að margir séu mér sammála um að hugtakið vald, eða valdboð, veki frekar með okkur óhug en öryggi. Að í hugum fólks tengist hugtakið oft þvingun til athafna eða skoðana sem ganga þvert á afstöðu þess, vali á lífsmáta og rýrnun frelsis og sjálfsákvörðunarréttar. Vald getur verið bæði ljóst og óljóst. Valdið getur leynst í samfélagsgerðinni og menningu, jafnvel undir formerkjum mannúðar. Samfélag sem skortir skyggni á margbreytileika þegnanna, með þeim afleiðingum að sjálfkrafa fer fram flokkun á fólki sem felur í sér mat á mismunandi verðleikum þess, getur og hefur vissulega leitt til þvingandi lífsmáta vanmetinna samfélagshópa. Dæmi um slíka hópa er það fólk sem í íslensku samfélagi er skilgreint fatlað. Þarfir þess og val um lífsmáta hafa sjaldnast verið uppi á teikniborðinu nema í besta falli í eins konar eftirlíkingu af lífsmáta fjöldans og stjórnað af faghópum opinberra þjónustukerfa. Ekki er ýkja langt síðan að ríkti fullkominn aðskilnaður þeirra og almennings í landinu. Íslensk stjórnvöld hafa nú gert bragarbót með því að samræma velferðarþjónustuna þjónustu við íbúa sveitarfélaga heima í héraði. Hugtakið valdefling er sprottið upp úr baráttu þessa hóps fyrir mannréttindum og frelsi til að skapa sér sjálfstætt líf að eigin vali. Liður í þeim ásetningi er að losna undan valdi stofnana með tilstyrk nýrrar tegundar þjónustu sem stjórnað er og rekin er af þjónustuneytendum sjálfum, „Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar". Þetta form þjónustu er þegar farið að ryðja sér til rúms á Íslandi þó í litlum mæli sé. Það hefur löngum reynst erfitt að færa valdið frá faghópum í þjónustu hins opinbera til neytenda enda er umrætt þjónustuform ekki síst hugsað sem svar við þeim vanda. Það er sem sagt ekki allt fengið með því að færa þjónustu á milli stjórnsýslustiga eða draga úr aðgreiningu þjónustuneytenda. Það er ekkert sem tryggir að stofnanamenningin og valdamisvægið milli þeirra sem veita þjónustuna og neytenda breytist við flutning málaflokka frá ríki til sveitarfélaga. Hann getur hins vegar orðið hvati að tímabærri og gagnrýnni endurskoðun og skapað svigrúm fyrir sveitarstjórnarfólk til breytinga í stjórnkerfinu sem miða að valddreifingu veitenda og neytenda opinberrar þjónustu á hvaða sviði sem er. Hugmyndafræði notendastýrðrar þjónustu byggir á borgaralegum rétti sem gerir öllum mögulegt að búa frjálsir og fullgildir þegnar í samfélaginu og vera þátttakendur á öllum sviðum þess. Notendastýrð þjónusta byggir ekki á geðþótta og góðvild stjórnvalda eða stjórnenda og starfsmanna þjónustukerfa. Það er ekki tilviljun að það eru einmitt þeir sem skilgreindir eru fatlað fólk sem ríða á vaðið með kröfu um notendastýrða þjónustu. Það er ekki tilviljun að það er einmitt sá hópur sem síst hefur verið tekið mið af við uppbyggingu og mótun menningar í samfélaginu. Það er heldur ekki tilviljun að þessi hópur fólks velur að sjá sjálfur um rekstur þjónustunnar fremur en að velja þjónustu sem stýrt er af opinberu þjónustukerfi. Fáir eiga lengri og erfiðari reynslu af því að lúta í lægra haldi fyrir forræðishyggju og stofnanavaldi, en það þarf kjark til að brjótast gegn viðteknum venjum og gildismati. Það þarf einnig kjarkað sveitarstjórnarfólk til að breyta rótgrónu stofnanafyrirkomulagi sem hefur fengið að þróast í tímans rás í höndum fjölmennra faghópa. Neytendur eru þó ennþá fjölmennari og það eru mörgum sinnum fleiri en þeir sem skilgreindir eru fatlaðir sem þurfa að byggja velferð sína á opinberri þjónustu. Fólk á efri árum, fólk á öllum aldri sem er að stríða við veikindi heima hjá sér eða nemendur sem falla ekki að stöðluðum námskröfum skólayfirvalda. Það eru almennir kjósendur sem með atkvæði sínu gefa stjórnmálafólki umboð til að stjórna í þeirra þágu, í samráði við þá í lýðfrjálsu sveitarfélagi. Velferðarþjónusta sem byggir ekki á þjónustulund, forræðishyggju í stað virðingar og tekur fremur mið af hagsmunum þeirra sem veita þjónustuna en þeirra sem eiga að njóta hennar, skilar sér ekki í velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hygg að margir séu mér sammála um að hugtakið vald, eða valdboð, veki frekar með okkur óhug en öryggi. Að í hugum fólks tengist hugtakið oft þvingun til athafna eða skoðana sem ganga þvert á afstöðu þess, vali á lífsmáta og rýrnun frelsis og sjálfsákvörðunarréttar. Vald getur verið bæði ljóst og óljóst. Valdið getur leynst í samfélagsgerðinni og menningu, jafnvel undir formerkjum mannúðar. Samfélag sem skortir skyggni á margbreytileika þegnanna, með þeim afleiðingum að sjálfkrafa fer fram flokkun á fólki sem felur í sér mat á mismunandi verðleikum þess, getur og hefur vissulega leitt til þvingandi lífsmáta vanmetinna samfélagshópa. Dæmi um slíka hópa er það fólk sem í íslensku samfélagi er skilgreint fatlað. Þarfir þess og val um lífsmáta hafa sjaldnast verið uppi á teikniborðinu nema í besta falli í eins konar eftirlíkingu af lífsmáta fjöldans og stjórnað af faghópum opinberra þjónustukerfa. Ekki er ýkja langt síðan að ríkti fullkominn aðskilnaður þeirra og almennings í landinu. Íslensk stjórnvöld hafa nú gert bragarbót með því að samræma velferðarþjónustuna þjónustu við íbúa sveitarfélaga heima í héraði. Hugtakið valdefling er sprottið upp úr baráttu þessa hóps fyrir mannréttindum og frelsi til að skapa sér sjálfstætt líf að eigin vali. Liður í þeim ásetningi er að losna undan valdi stofnana með tilstyrk nýrrar tegundar þjónustu sem stjórnað er og rekin er af þjónustuneytendum sjálfum, „Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar". Þetta form þjónustu er þegar farið að ryðja sér til rúms á Íslandi þó í litlum mæli sé. Það hefur löngum reynst erfitt að færa valdið frá faghópum í þjónustu hins opinbera til neytenda enda er umrætt þjónustuform ekki síst hugsað sem svar við þeim vanda. Það er sem sagt ekki allt fengið með því að færa þjónustu á milli stjórnsýslustiga eða draga úr aðgreiningu þjónustuneytenda. Það er ekkert sem tryggir að stofnanamenningin og valdamisvægið milli þeirra sem veita þjónustuna og neytenda breytist við flutning málaflokka frá ríki til sveitarfélaga. Hann getur hins vegar orðið hvati að tímabærri og gagnrýnni endurskoðun og skapað svigrúm fyrir sveitarstjórnarfólk til breytinga í stjórnkerfinu sem miða að valddreifingu veitenda og neytenda opinberrar þjónustu á hvaða sviði sem er. Hugmyndafræði notendastýrðrar þjónustu byggir á borgaralegum rétti sem gerir öllum mögulegt að búa frjálsir og fullgildir þegnar í samfélaginu og vera þátttakendur á öllum sviðum þess. Notendastýrð þjónusta byggir ekki á geðþótta og góðvild stjórnvalda eða stjórnenda og starfsmanna þjónustukerfa. Það er ekki tilviljun að það eru einmitt þeir sem skilgreindir eru fatlað fólk sem ríða á vaðið með kröfu um notendastýrða þjónustu. Það er ekki tilviljun að það er einmitt sá hópur sem síst hefur verið tekið mið af við uppbyggingu og mótun menningar í samfélaginu. Það er heldur ekki tilviljun að þessi hópur fólks velur að sjá sjálfur um rekstur þjónustunnar fremur en að velja þjónustu sem stýrt er af opinberu þjónustukerfi. Fáir eiga lengri og erfiðari reynslu af því að lúta í lægra haldi fyrir forræðishyggju og stofnanavaldi, en það þarf kjark til að brjótast gegn viðteknum venjum og gildismati. Það þarf einnig kjarkað sveitarstjórnarfólk til að breyta rótgrónu stofnanafyrirkomulagi sem hefur fengið að þróast í tímans rás í höndum fjölmennra faghópa. Neytendur eru þó ennþá fjölmennari og það eru mörgum sinnum fleiri en þeir sem skilgreindir eru fatlaðir sem þurfa að byggja velferð sína á opinberri þjónustu. Fólk á efri árum, fólk á öllum aldri sem er að stríða við veikindi heima hjá sér eða nemendur sem falla ekki að stöðluðum námskröfum skólayfirvalda. Það eru almennir kjósendur sem með atkvæði sínu gefa stjórnmálafólki umboð til að stjórna í þeirra þágu, í samráði við þá í lýðfrjálsu sveitarfélagi. Velferðarþjónusta sem byggir ekki á þjónustulund, forræðishyggju í stað virðingar og tekur fremur mið af hagsmunum þeirra sem veita þjónustuna en þeirra sem eiga að njóta hennar, skilar sér ekki í velferð.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun