ESB eins og það var 1870 í augum Íslendinga Bolli Héðinsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Benedikt Gröndal rithöfundur leyfði sér stundum að hafna viðteknum skoðunum samferðamanna sinna. Hann kvartaði yfir skorti á víðsýni og framfaravilja og fyrirleit þá þjóðrembu sem viðgekkst á hans dögum. Enginn þarf þó að brigsla skáldinu um skort á ættjarðarást. Um þetta skrifaði hann greinar í blöð og nú, rúmum 140 árum síðar, er fróðlegt að bera saman hvað hefur breyst í íslenskri umræðu frá þeim tíma. Hér er tilvitnun í grein eftir skáldið frá 1870. Ef við setjum Evrópusambandið (ESB) í staðinn fyrir þar sem áður stóð „Dani“ eða „danskur“ fáum við eftirfarandi út: „Menn eru sí og æ að hreyta í kringum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerni vort sé í veði fyrir árásum [ESB] og stjórnarinnar – meiningin er náttúrulega þessi: Íslendingar, hæstvirtu og elskuðu landar! Þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurs staðar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sannleikans píslarvottar, klipnir og kúgaðir af [ESB] án allrar verðskuldunar, niðurníddir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimmdarlegu og samviskulausu böðlum og blóðhöndum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eftir. Allir þeir […] eru [ESB-] sinnaðir djöflar og „[ESB-] Íslendingar“ keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framförum vorum og halda oss í eymdinni.“ (Benedikt Gröndal. Rit II bls. 77. Tímaritið Gefn 1870) Hvernig skyldi orðræðunni í sambærilegum málum vera háttað nú? Hver svari fyrir sig en hér er ótrúlega margt líkt og í umræðunni um ESB sem fram fer um þessar mundir. Hjá háværum hópi andstæðinga ESB á Íslandi heyrast ámóta brigslyrði og málflutningur og virðist hafa verið uppi um 1870 ásamt hugmyndunum sem skáldið leyfði sér að andmæla, um einstaka sérstöðu og stórfengileika Íslendinga og hvernig framfarir þjóðarinnar yrðu best tryggðar.Hvað óttast þeir? Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi í málflutningnum um að draga beri aðildarumsóknina að ESB til baka án tafar og án þess að fá að vita hverju hún gæti skilað jákvæðu til íslensks samfélags. Málflutningur af þessu tagi ætti vitanlega að dæma sig sjálfur en hann á samt upp á pallborðið í samfélaginu eins og umræðan í samfélagsmiðlunum ber gleggstan vott um. Auðvitað spyr maður sig eina ferðina enn, hvað óttast þeir sem vilja draga vilja aðildarumsóknina til baka? Að aðildarsamningurinn verði svo hagstæður að þjóðin sjái sér hag í að ganga í ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Benedikt Gröndal rithöfundur leyfði sér stundum að hafna viðteknum skoðunum samferðamanna sinna. Hann kvartaði yfir skorti á víðsýni og framfaravilja og fyrirleit þá þjóðrembu sem viðgekkst á hans dögum. Enginn þarf þó að brigsla skáldinu um skort á ættjarðarást. Um þetta skrifaði hann greinar í blöð og nú, rúmum 140 árum síðar, er fróðlegt að bera saman hvað hefur breyst í íslenskri umræðu frá þeim tíma. Hér er tilvitnun í grein eftir skáldið frá 1870. Ef við setjum Evrópusambandið (ESB) í staðinn fyrir þar sem áður stóð „Dani“ eða „danskur“ fáum við eftirfarandi út: „Menn eru sí og æ að hreyta í kringum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerni vort sé í veði fyrir árásum [ESB] og stjórnarinnar – meiningin er náttúrulega þessi: Íslendingar, hæstvirtu og elskuðu landar! Þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurs staðar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sannleikans píslarvottar, klipnir og kúgaðir af [ESB] án allrar verðskuldunar, niðurníddir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimmdarlegu og samviskulausu böðlum og blóðhöndum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eftir. Allir þeir […] eru [ESB-] sinnaðir djöflar og „[ESB-] Íslendingar“ keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framförum vorum og halda oss í eymdinni.“ (Benedikt Gröndal. Rit II bls. 77. Tímaritið Gefn 1870) Hvernig skyldi orðræðunni í sambærilegum málum vera háttað nú? Hver svari fyrir sig en hér er ótrúlega margt líkt og í umræðunni um ESB sem fram fer um þessar mundir. Hjá háværum hópi andstæðinga ESB á Íslandi heyrast ámóta brigslyrði og málflutningur og virðist hafa verið uppi um 1870 ásamt hugmyndunum sem skáldið leyfði sér að andmæla, um einstaka sérstöðu og stórfengileika Íslendinga og hvernig framfarir þjóðarinnar yrðu best tryggðar.Hvað óttast þeir? Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi í málflutningnum um að draga beri aðildarumsóknina að ESB til baka án tafar og án þess að fá að vita hverju hún gæti skilað jákvæðu til íslensks samfélags. Málflutningur af þessu tagi ætti vitanlega að dæma sig sjálfur en hann á samt upp á pallborðið í samfélaginu eins og umræðan í samfélagsmiðlunum ber gleggstan vott um. Auðvitað spyr maður sig eina ferðina enn, hvað óttast þeir sem vilja draga vilja aðildarumsóknina til baka? Að aðildarsamningurinn verði svo hagstæður að þjóðin sjái sér hag í að ganga í ESB að undangengnu þjóðaratkvæði?
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun