Lýðræði, ábyrgð og sanngirni Eva Heiða Önnudóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Því hefur verið fleygt fram í opinberri umræðu að kjósendur geti sjálfum sér um kennt um það sem illa fer á vettvangi stjórnmála, þar sem þeir kusu „þetta“ yfir sig. Jafnvel eru þessi rök notuð fyrir því að ekki skuli draga stjórnmálamenn til ábyrgðar, þar sem þeir starfa í umboði sinna kjósenda. Umræða af þessu tagi var áberandi fyrir skömmu varðandi ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Hér tel ég að verið sé að rugla þrennu saman; 1) ábyrgð, 2) að hafa hlotið atkvæði þeirra sem töldu flokkinn vera hæfastan til að leysa úr pólitískum verkefnum og 3) sanngirni. Ábyrgð getur ekki verið annað en að standa skil gerða sinna eftir að gjörningur hefur átt sér stað; jafnvel þó að flokkur hafi hlotið kosningu þeirra sem töldu hann vera best til þess fallinn að takast á við framtíðarverkefni á vettvangi stjórnmála. Það að kjósendur hafi „kosið þetta yfir sig“ er ekki óútfylltur tékki til flokka fyrir þeirra gjörningum eftir kosningar. Í því felst ekki að kjósendur beri ábyrgð á gerðum kjörinna stjórnvalda. Í næstu kosningum, og jafnvel fyrr, þurfa kjörnir fulltrúar að standa skil gerða sinna – og sannfæra kjósendur um að þeir séu hæfasti flokkurinn til að takast á við framtíðarverkefni. Umræðan um ákæruna á hendur Geir H. Haarde snýst um ábyrgð. Hún snýst ekki um að kjósendur geti sjálfum sér um kennt þar sem þeir kusu flokk Geirs H. Haarde. Það sem flækir umræðuna enn frekar er að umræðan snýst líka um sanngirni og að Ísland er kunningjasamfélag. Undirliggjandi er spurningin um hvaða sanngirni felist í því að draga hann einan til saka? Í hinu íslenska kunningjasamfélagi getur verið erfitt að greina í umræðunni hvenær er verið að tala um persónu Geirs H. Haarde og hvenær er talað um stjórnmálamanninn Geir H. Haarde. Ákæran er á hendur honum sem stjórnmálamanni, en það er persónan sem mun taka afleiðingum af niðurstöðum dóms, hvort sem hann verður fundinn saklaus eða ekki. Hér er ekki verið að leggja dóm á sekt eða sakleysi Geirs H. Haarde; það mun Landsdómur væntanlega skera úr um. Þessi stutti pistill er eingöngu innlegg í þarfa umræðu um ábyrgð stjórnmálamanna. Auðveldlega má færa rök fyrir því að betur má gera ef duga skal í íslenskum stjórnmálum, en um leið verður að gæta sanngirni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið fleygt fram í opinberri umræðu að kjósendur geti sjálfum sér um kennt um það sem illa fer á vettvangi stjórnmála, þar sem þeir kusu „þetta“ yfir sig. Jafnvel eru þessi rök notuð fyrir því að ekki skuli draga stjórnmálamenn til ábyrgðar, þar sem þeir starfa í umboði sinna kjósenda. Umræða af þessu tagi var áberandi fyrir skömmu varðandi ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Hér tel ég að verið sé að rugla þrennu saman; 1) ábyrgð, 2) að hafa hlotið atkvæði þeirra sem töldu flokkinn vera hæfastan til að leysa úr pólitískum verkefnum og 3) sanngirni. Ábyrgð getur ekki verið annað en að standa skil gerða sinna eftir að gjörningur hefur átt sér stað; jafnvel þó að flokkur hafi hlotið kosningu þeirra sem töldu hann vera best til þess fallinn að takast á við framtíðarverkefni á vettvangi stjórnmála. Það að kjósendur hafi „kosið þetta yfir sig“ er ekki óútfylltur tékki til flokka fyrir þeirra gjörningum eftir kosningar. Í því felst ekki að kjósendur beri ábyrgð á gerðum kjörinna stjórnvalda. Í næstu kosningum, og jafnvel fyrr, þurfa kjörnir fulltrúar að standa skil gerða sinna – og sannfæra kjósendur um að þeir séu hæfasti flokkurinn til að takast á við framtíðarverkefni. Umræðan um ákæruna á hendur Geir H. Haarde snýst um ábyrgð. Hún snýst ekki um að kjósendur geti sjálfum sér um kennt þar sem þeir kusu flokk Geirs H. Haarde. Það sem flækir umræðuna enn frekar er að umræðan snýst líka um sanngirni og að Ísland er kunningjasamfélag. Undirliggjandi er spurningin um hvaða sanngirni felist í því að draga hann einan til saka? Í hinu íslenska kunningjasamfélagi getur verið erfitt að greina í umræðunni hvenær er verið að tala um persónu Geirs H. Haarde og hvenær er talað um stjórnmálamanninn Geir H. Haarde. Ákæran er á hendur honum sem stjórnmálamanni, en það er persónan sem mun taka afleiðingum af niðurstöðum dóms, hvort sem hann verður fundinn saklaus eða ekki. Hér er ekki verið að leggja dóm á sekt eða sakleysi Geirs H. Haarde; það mun Landsdómur væntanlega skera úr um. Þessi stutti pistill er eingöngu innlegg í þarfa umræðu um ábyrgð stjórnmálamanna. Auðveldlega má færa rök fyrir því að betur má gera ef duga skal í íslenskum stjórnmálum, en um leið verður að gæta sanngirni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun