Brian Dunn versti forstjóri ársins 2012 Magnús Halldórsson skrifar 23. desember 2012 16:30 Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri Best Buy. Honum tókst ekki að nútímavæða starfsemi verslanakeðjunnar risavöxnu, með alvarlegum afleiðingum. Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri. Næst versti forstjórinn var Aubrey McClendon, forstjóri orkufyrirtækisins Chesapeake Energy. Ástæðan fyrir því að hann er á listanum, er sú að hann var staðinn að því að reka eigin vogunarsjóð upp á 200 milljónir dala, rétt um 25,4 milljarða króna, meðfram störfum sínum fyrir fyrirtækið, þar sem hann veðjaði með eða á móti fjárfestingum þess. Þá notaði hann sjóði fyrirtækisins til þess að borga undir sig og sína, þegar hann var að gera auglýsingasamninga við körfuboltaliðið Oklahoma City Thunder. Hann var sjálfur eigandi félagsins á þeim tíma. Þriðji versti forstjóri ársins 2012 að mati Business Week, er Andrea Jung, fyrrverandi forstjóri Avon. Staða fyrirtækisins hefur versnað mikið á undanförnum árum, markaðsvirði þess hefur minnkað um 80 prósent á sex árum. Jung var rekinn í apríl, eftir afleitt gengi. Sjá má lista Business Week, yfir tíu verstu forstjóra ársins 2012, hér. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri. Næst versti forstjórinn var Aubrey McClendon, forstjóri orkufyrirtækisins Chesapeake Energy. Ástæðan fyrir því að hann er á listanum, er sú að hann var staðinn að því að reka eigin vogunarsjóð upp á 200 milljónir dala, rétt um 25,4 milljarða króna, meðfram störfum sínum fyrir fyrirtækið, þar sem hann veðjaði með eða á móti fjárfestingum þess. Þá notaði hann sjóði fyrirtækisins til þess að borga undir sig og sína, þegar hann var að gera auglýsingasamninga við körfuboltaliðið Oklahoma City Thunder. Hann var sjálfur eigandi félagsins á þeim tíma. Þriðji versti forstjóri ársins 2012 að mati Business Week, er Andrea Jung, fyrrverandi forstjóri Avon. Staða fyrirtækisins hefur versnað mikið á undanförnum árum, markaðsvirði þess hefur minnkað um 80 prósent á sex árum. Jung var rekinn í apríl, eftir afleitt gengi. Sjá má lista Business Week, yfir tíu verstu forstjóra ársins 2012, hér.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira