Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin áttu ekki í miklum vandræðum með að landa tveimur stigum í síðasta leik sínum fyrir HM-fríið. Füchse Berlin vann þá 11 marka heimasigur á
TV 1893 Neuhausen, 36-25.
Johannes Sellin var markahæstur hjá Refunum með 8 mörk en Ivan Nincevic skoraði sjö mörk. Füchse Berlin var 21-15 yfir í hálfleik. Liðið er í 4. sætinu með 28 stig.
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var í byrjunarliði Magdeburg sem vann tíu marka heimasigur á Essen, 35-25.
Vignir Svavarsson skoraði eitt mark í 25-25 jafntefli Minden á útivelli á móti VfL Gummersbach. Vignir kom Minden í 25-24 108 sekúndum fyrir leikslok en Gummersbach tókst að tryggja sér jafntefli á lokamínútunni.
Hans Lindberg tryggði HSV Hamburg 31-30 útisigur á TV Grosswallstadt en Sverre Andre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt voru 17-16 yfir í hálfleik. Hans Lindberg, sem spilar fyrir Dani en á íslenska foreldra, skoraði tíu mörk í leiknum en Sverre spilaði bara í vörninni.
Ellefu marka sigur hjá Refunum hans Dags
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn
