Körfuknattleikskappinn Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Grindavík til loka keppnistímabilsins 2013-2014.
Daníel er uppalinn Njarðvíkingur en spilaði síðast með Stjörnunni hér á landi. Hann var í liði Stjörnunnar sem tapaði fyrir KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2011.
Daníel Guðni hefur verið í meistaranámi í Lundi í Svíþjóð undanfarið eitt og hálft ár. Hann á aðeins eftir að skrifa lokaritgerð sína og mun gera það hér á landi.
Grindavík tekur á móti Tindastóli í fyrsta leik liðanna á nýju ári þann 4. janúar.
Daníel Guðni samdi við Grindavík til 2014
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn



Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


