Fótbolti

Sampdoria rak Ferrara og Rossi tekur við

Sampdoria, rak í dag Ciro Ferrara þjálfara liðsins.
Sampdoria, rak í dag Ciro Ferrara þjálfara liðsins. Nordic Photos / Getty Images
Stjórn ítalska knattspyrnuliðsins, Sampdoria, rak í dag Ciro Ferrara þjálfara liðsins. Hann stýrði liðinu í sínum síðasta leik um helgina þegar Sampdoria tapaði fyrir Catania 3-1. Ferrara tók við starfi þjálfara hjá Sampdoria síðastliðið sumar eftir að hafa stýrt U21 árs landsliði Ítalíu með ágætum árangri.

Sampdoria byrjaði leiktíðina ágætlega en síðan hefur allt gengið á afturfótunum og meðal annars tapaði liðið sjö leikjum í röð og er nú í 14. sæti. Tapið um helgina gegn Catania var dropinn sem fyllti mælinn.

Delio Rossi hefur verið ráðinn í staðinn fyrir Ciro Ferrara. Rossi stjórnar liðinu í sínum fyrsta leik um næstu helgi þegar Sampdoria tekur á móti Lazio en Delio Rossi stjórnaði eitt sinn liði Lazio.

Pasquale Sensibile, íþróttastjóri Sampdoria, fékk einnig reisupassann í dag og við starfi hans tekur Carlo Osti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×