Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Tito Vilanova, þjálfari knattspyrnuliðs Barcelona, þurfi að fara í krabbameinsmeðferð. Óvissa ríkir um framtíð hans hjá félaginu.
Vilanova gekkst undir aðgerð í nóvember 2011 þegar æxli var fjarlægt. Talið er að Vilanova fari í aðgerð eins fljótt og mögulegt er og hann láti af störfum, í það minnsta tímabundið.
Barcelona hefur aflýst öllum fundum í dag en árlegur hádegisverður með fjölmiðlamönnum átti að fara fram í dag. Félagið hefur enn ekki tjáð sig um málið.
Óvissa um framtíð Vilanova vegna krabbameinsmeðferðar
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti








Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn