Howard hefur verið þrisvar sinnum valinn besti varnarmaður deildarinnar en hann sýndi allt annað en glæsileg varnartilþrif þegar hinn 196 sm bakvörður Gerald Henderson tróð yfir hann með tilþrifum í fjórða leikhluta.
Gerald Henderson náði sóknarfrákasti í teignum og hamraði boltann í körfuna yfir hinn 211 sm háa Dwight Howard. Margir eru þegar á því að þessi troðsla komi til greina sem ein af troðslum ársins í NBA-deildinni. Það er hægt að sjá hana hér fyrir neðan.
Dwight Howard endaði leikinn með 16 stig og 18 fráköst en það var enginn að minnast mikið á það eftir leikinn enda var það troðsla Henderson sem stal sviðsljósinu. Það er líka pottþétt að Howard kemst varla hjá því að þurfa að horfa upp á þessa troðslu nokkrum sinnum á næstunni enda full ástæða til að sýna hana sem oftast.