Handbolti

Hefur ekki áhyggjur af feluleik Svartfellinga

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Ágúst Þór Jóhannsson
Ágúst Þór Jóhannsson Mynd/Stefán
Þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta er búið að skoða vel mótherja íslenska liðsins á Evrópumótinu í Serbíu og landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af því að Svartfjallaland geti komið liðinu á óvart í fyrsta leik á morgun.

Svartfjallaland vann silfur á Ólympíuleikunum í London en hefur síðan misst út þrjá lykilmenn og verður því með breytt lið að þessu sinni. Í viðbót við það ákvað þjálfari liðsins að spila enga æfingaleiki fyrir mótið og er þess í stað með liðið sitt í „felum" í heimalandinu.

„Þær spiluðu tvo leiki við Makedóna í október og við erum með þá leiki. Þær spiluðu líka á Ólympíuleikunum í sumar og ég hef ekki mikla trú á því að það séu miklar breytingar á taktíkinni hjá liðinu þó að það séu alltaf einhverjar áherslubreytingar.Ég held að við séum svona þokkalega með það á hreinu hvernig þær leggja upp leikinn," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins.

„Við erum þjálfararnir eru búnir að fara yfir hlutina og við erum líka búin að taka eina æfingu þar sem við miðuðum við uppleggið hjá Svartfjallalandi. Við gerum það aftur í dag, fundum tvisvar í dag og erum líka með tvo fundi á morgun. Undirbúningurinn á að vera góður og höfum mikið efni af öllum þessum þjóðum. Undirbúningurinn verður eins góður og mögulegt er," sagði Ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×