Handbolti

Jólagjöfin hennar Önnu Úrsúlu er fundin

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mynd/Stefán
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, lykilmaður í vörn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, fékk slæmt högg í æfingaleik á móti Tékkum á föstudaginn.

„Ég þarf alltaf að vera að þvælast fyrir og ég fékk hendi í tönnina á mér sem brotnaði og svo lendi ég hnakkanum og fæ einhvern smá heilahristing. Ég var ekki með á næstu æfingu og lítið með í seinni Tékkaleiknum. Það er allt í lagi með mig því ég er alltaf léttklikkuð hvort sem er," sagði Anna Úrsúla létt en hefur kannski mestar áhyggjur af því hvað kærastinn sinn segir.

„Ég held að kærastinn minn myndi segja mér að þetta væri orðið gott fái ég mér ekki góm bráðum," sagði Anna Úrsúla og var sammála undirrituðum um að þar væri komin jólagjöfin hennar í ár.


Tengdar fréttir

Rúta stelpnanna strandaði fyrir framan hótelið | myndband

Það er óhætt að segja að stelpurnar okkar hafi mætt með látum á hótelið sitt í Vrsac í hádeginu. Þær voru reyndar stilltar og prúðar eins og venjulega en það gekk mikið á hjá rútubílsjóranum. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar sinn fyrsta leik á EM í Serbíu þegar liðið mætir Svartfjallalandi á morgun

Allar með á æfingu í dag | Dagný er hörkutól

Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta ætla að hrista af sér meiðsli og veikindi og verða allar sextán með á æfingu í Vrsac seinna í dag. Íslenska liðið æfir þá í fyrsta sinn í Vrsac þar sem liðið mætir Svartfjallalandi á morgun í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu.

Hefur ekki áhyggjur af feluleik Svartfellinga

Þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta er búið að skoða vel mótherja íslenska liðsins á Evrópumótinu í Serbíu og landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af því að Svartfjallaland geti komið liðinu á óvart í fyrsta leik á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×