Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Birgir Þór Harðarson skrifar 4. desember 2012 00:01 Michael Schumacher, þá ökuþór Ferrari, klessir köku í andlit Ecclestone á meðan di Montezemolo fær sér bita og Jean Todt, þáverandi liðstjóri Ferrari og núverandi forseti FIA, hlær við. nordicphotos/afp Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. Ecclestone sagði fyrirspurnir Ferrari-liðsins eftir brasilíska kappaksturinn, um hvort framúrakstur Sebastian Vettel á Jean-Eric Vergne hafi verið lögmætur, hlægilegar og benti á að það væri löngu orðið of seint að hugsa um að kæra. Di Montezemolo skaut hins vegar til baka og fjallaði um háan aldur Bernie og vanhæfi hans til að mæta einstökum aðgerðum. Di Montezemolo lýsti einnig óánægju sinni með að geta ekki gefið ungum ökuþórum tækifæri á æfingum utan keppnishelga. "Ég er ekki nógu ánægður með að fá ekki að reynsluaka og leyfa ungum ökuþórum að spreyta sig," sagði di Montezemolo. "Og, fyrst einhverjir hafa notað orðatiltækið hlægilegt nýlega, þá vil ég benda á að þetta er algerlega hlægilegt." "Já, ég er að tala um Ecclestone en ég stoppa hér því pabbi kenndi mér að virða mér eldri menn. Sérstaklega þegar þeir geta ekki stjórnað orðum sínum." Ferrari segist sátt við útskýringar FIA á því hvers vegna framúrakstur Vettel var leyfilegur, honum hafði verið sýnt grænt ljós áður en hann tók fram úr. "Við fórum einföldustu leiðina að þessu og báðum FIA um að skýra reglurnar í kringum þetta. Við sættum okkur við útskýringarnar eins og við hefðum auðvitað alltaf gert." "Til hamingju Vettel," sagði di Montezemolo enn fremur, "vonandi verðum við í hans stöðu á næsta ári."Ecclestone rífst við di Montezemolo á blaðamannafundi árið 2009 þegar keppnisliðin sögðust ekki ætla að hætta í Formúlu 1. Max Mosley, þá forseti FIA, reynir að stilla til friðar. Formúla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. Ecclestone sagði fyrirspurnir Ferrari-liðsins eftir brasilíska kappaksturinn, um hvort framúrakstur Sebastian Vettel á Jean-Eric Vergne hafi verið lögmætur, hlægilegar og benti á að það væri löngu orðið of seint að hugsa um að kæra. Di Montezemolo skaut hins vegar til baka og fjallaði um háan aldur Bernie og vanhæfi hans til að mæta einstökum aðgerðum. Di Montezemolo lýsti einnig óánægju sinni með að geta ekki gefið ungum ökuþórum tækifæri á æfingum utan keppnishelga. "Ég er ekki nógu ánægður með að fá ekki að reynsluaka og leyfa ungum ökuþórum að spreyta sig," sagði di Montezemolo. "Og, fyrst einhverjir hafa notað orðatiltækið hlægilegt nýlega, þá vil ég benda á að þetta er algerlega hlægilegt." "Já, ég er að tala um Ecclestone en ég stoppa hér því pabbi kenndi mér að virða mér eldri menn. Sérstaklega þegar þeir geta ekki stjórnað orðum sínum." Ferrari segist sátt við útskýringar FIA á því hvers vegna framúrakstur Vettel var leyfilegur, honum hafði verið sýnt grænt ljós áður en hann tók fram úr. "Við fórum einföldustu leiðina að þessu og báðum FIA um að skýra reglurnar í kringum þetta. Við sættum okkur við útskýringarnar eins og við hefðum auðvitað alltaf gert." "Til hamingju Vettel," sagði di Montezemolo enn fremur, "vonandi verðum við í hans stöðu á næsta ári."Ecclestone rífst við di Montezemolo á blaðamannafundi árið 2009 þegar keppnisliðin sögðust ekki ætla að hætta í Formúlu 1. Max Mosley, þá forseti FIA, reynir að stilla til friðar.
Formúla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira