Handbolti

Þjálfari Svartfellinga: Ísland er lið á uppleið

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Dragan Adzic, þjálfari Svartfjallalands.
Dragan Adzic, þjálfari Svartfjallalands. Mynd/AFP
Dragan Adzic, þjálfari Svartfjallalands, hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi fyrir leik þjóðanna á EM kvenna í handbolta í Serbíu í kvöld. Íslenska liðið vann Svartfjallaland á HM í Brasilíu í fyrra en síðan þá hefur lið Svartfjallalands farið á Ólympíuleikana í London og unnið silfur.

„Við þurfum fulla einbeitingu á móti íslenska liðinu," sagði Dragan Adzic. „Íslands er lið á uppleið sem náði ekki aðeins að vinna okkur heldur einnig lið Þýskalands og Spánar," sagði Dragan Adzic.

„Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast upp úr riðlinum og ég tel að liðið hafi alla burði til að ná þeim markmiðum sínum," sagði Adzic sem ákvað að spila enga æfingaleiki fyrir mótið.

„Það er alveg rétt að við komum ekki til leiks í eins mikilli leikæfingu og hin liðin en ég tel að æfingatími okkar saman muni vega það upp," sagði Adzic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×