Spænskir bankar hafa ákveðið að hætta við að bera fólk út af heimilum sínum eftir að viðkomandi hefur tapað fasteign sinni í hendur banka á nauðungaruppboði. Mun þetta sjálfskipaða bann við útburði fólks af heimilum sínum á Spáni gilda næstu tvö árin.
Ákvörðun þessi var tekin eftir að tveir einstaklingar sem misstu heimili sín frömdu sjálfsmorð þegar átti að bera þá út í síðasta mánuði.
Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að áætlað er að síðan að fjármálakreppan skall á árið 2008 hafi um 350.000 fjölskyldur verið bornar út af heimilum sínum á Spáni en fasteignamarkaður landsins hrundi fyrir fjórum árum og hefur ekkert náð sér á strik síðan.
Spænskir bankar hætta að bera fólk út af heimilum sínum
