Körfubolti

Faðmaði dómarann í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Leikbrot.is
Strákarnir á Leikbrot.is eru oft fljótir að duglegir að birta flottustu tilþrifin í íslenska körfuboltanum og setja þau saman í skemmtilegt myndbrot á heimasíðu sinni.Nýjasta myndbrotið snýst þó meira um mannlega þáttinn í körfuboltanum heldur en tilþrif í sjálfum körfuboltanum.

Það er hægt að sjá skemmtilegt myndband með því að smella hér en þar sést bandaríski bakvörðurinn hjá Fjölni, Britney Jones, grípa til þess ráðs að faðma dómarann eftir að hann dæmdi á hana villu í leik á dögunum. Karl West Karlsson tók upp þetta myndband og Andri Þór Kristinsson vann það síðan fyrir Leikbrots-síðuna.

„Körfuboltadómarar hér á landi þurfa að þola ýmislegt en það er ekki hægt að segja að þeir fái eintóm leiðindi. Þessi hressi leikmaður var ákveðin í að fá ekki fleiri villur og í stað þess að nöldra var óhefðbundnari aðferð fyrir valinu. Dómarinn bregst vandræðalega við faðmlaginu frá sem hann fékk frá Brittney Jones en það stoppaði hana ekki í að veita honum smá rassaklapp að auki og ekki frá því að það glitti í bros undir það síðasta," segir í umfjöllum um myndbandið á leikbrot.is.

Britney Jones er stigahæsti leikmaður Domino´s deild kvenna í körfubolta en hún hefur skorað 32,8 stig að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×