Raikkönen þarf frelsi til að blómstra Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 20:00 Kimi veit nákvæmlega hvað hann er að gera um borð í Formúlu 1-bíl. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri. Formúla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri.
Formúla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira