Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson á takmarkaða möguleika á því að komast áfram á úrtökumóti fyrir PGA-mótaröðina í Bandaríkjunum.
Birgir er að taka þátt á fyrsta stigi úrtökumótanna af þremur og komast sextán efstu áfram á annað stig.
Birgir er sem stendur jafn öðrum í 33. sæti þegar margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Hann mun því líklega færast enn neðar.
Skagamaðurinn lék fyrsta hringinn á 69 höggum en kom í hús á 71 höggi í dag.

