Viðskipti innlent

Húsasmiðjan stækkar við sig í Vestmannaeyjum

Húsasmiðjan og Blómaval opna í dag nýja 1.100 fermetra verslun í Vestmannaeyjum. Verslunin er í nýju húsi, sem byggt hefur verið sérstaklega fyrir Húsasmiðjuna, að Græðisbraut 1.

Í tilkynningu segir að með tilkomu nýju verslunarinnar aukist þjónusta og vöruframboð Húsasmiðjunnar í Vestmannaeyjum til mikilla muna.

Nýja verslunin er rúmlega tvöfalt stærri en núverandi verslun. Þá bætist við verslun Blómavals, sem til þessa hefur ekki haft starfsemi í Vestmannaeyjum. Að auki mun Ískraft opna raflagnadeild í verslunni.

Í maí síðastliðnum voru tíu ár síðan Húsasmiðjan kom til Eyja, en þá festi fyrirtækið kaup á versluninni Húsey og breytti í Húsasmiðjuverslun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×