Hamilton segist hafa verið í góðum málum Birgir Þór Harðarson skrifar 24. september 2012 06:00 Hamilton var vonsvikinn og reiður þegar hann gekk til baka í bílskúrinn eftir að hafa lagt bílnum á brautinni. mynd/ap Lewis Hamilton hjá McLaren segist aðeins hafa verið "á rúntinum" áður en gírkassinn í McLaren-bílnum bilaði í singapúrska kappakstrinum í gær. Gríkassavandræðin komu honum í opna skjöldu. "Það voru ofboðsleg vonbrigði sem fylgdu því að geta ekki klárað mótið," sagði Hamilton í Singapúr í gær. "Það var alveg öruggt að við höfðum nægan hraða til að vinna kappaksturinn um helgina." "Ég var í raun bara á rúntinum; aðeins að halda nægu bili milli mín og Seb [Vettel]. Ég fann svo fyrir erfiðleikum með að skpta um gíra, svo missti ég þriðja gír og svo fór gírkassinn að hrynja í hlutlaust." Eftir kappaksturinn er Hamilton í fjórða sæti og 52 stigum á eftir Fernando Alonso, sem enn leiðir heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hamilton var í öðru sæti í titilbaráttunni fyrir kappaksturinn og tapaði því mikilvægum stigum til keppnauta sinna. "Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikinn. En við getum glaðst yfir því að bílinn hefur góðan keppnishraða," sagði Hamilton, sannfærður um að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Ég held að við getum sótt á í næstu mótum. Það verður erfitt að ná Fernando og Seb, sérstaklega ef þeir ná að ljúka hverri keppni. Ég mun aldrei gefast upp." "Það eru sex mót eftir og við þurfum að vinna þau öll," sagði Hamilton. Formúla Tengdar fréttir Vettel sigurvegari í Singapúr en Hamilton í vandræðum Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé. 23. september 2012 14:23 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren segist aðeins hafa verið "á rúntinum" áður en gírkassinn í McLaren-bílnum bilaði í singapúrska kappakstrinum í gær. Gríkassavandræðin komu honum í opna skjöldu. "Það voru ofboðsleg vonbrigði sem fylgdu því að geta ekki klárað mótið," sagði Hamilton í Singapúr í gær. "Það var alveg öruggt að við höfðum nægan hraða til að vinna kappaksturinn um helgina." "Ég var í raun bara á rúntinum; aðeins að halda nægu bili milli mín og Seb [Vettel]. Ég fann svo fyrir erfiðleikum með að skpta um gíra, svo missti ég þriðja gír og svo fór gírkassinn að hrynja í hlutlaust." Eftir kappaksturinn er Hamilton í fjórða sæti og 52 stigum á eftir Fernando Alonso, sem enn leiðir heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hamilton var í öðru sæti í titilbaráttunni fyrir kappaksturinn og tapaði því mikilvægum stigum til keppnauta sinna. "Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikinn. En við getum glaðst yfir því að bílinn hefur góðan keppnishraða," sagði Hamilton, sannfærður um að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Ég held að við getum sótt á í næstu mótum. Það verður erfitt að ná Fernando og Seb, sérstaklega ef þeir ná að ljúka hverri keppni. Ég mun aldrei gefast upp." "Það eru sex mót eftir og við þurfum að vinna þau öll," sagði Hamilton.
Formúla Tengdar fréttir Vettel sigurvegari í Singapúr en Hamilton í vandræðum Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé. 23. september 2012 14:23 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Vettel sigurvegari í Singapúr en Hamilton í vandræðum Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé. 23. september 2012 14:23