Regluverk stöðvar ekki áhættusækni bankanna BBI skrifar 14. september 2012 18:06 Mynd/Vilhelm Dr. Jakob Ásmundsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá fjárfestingabankanum Straumi, mælir eindregið með því að skilið verði á milli viðskiptaarms og fjárfestingaarms íslensku bankanna. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi í dag lýsir hann ókostum þess að íslensku viðskiptabankarnir stundi fjárfestingabankastarfsemi samhliða. Jakob segir að viðskiptamódel íslensku bankanna sé það sama og það var fyrir hrun. „Þeir voru, og eru enn, í senn viðskiptabankar og fjárfestingabankar," segir hann. Samanlögð stærð þeirra nemur um tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar og því hefði fall eins þeirra í för með sér gífurlegan kostnað fyrir þjóðina.dr. Jakob Ásmundsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Straumi fjárfestingabankaÍ greininni segir Jakob að fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi hafi í för með sér freistnivanda og hegðun sem ekki er hægt að stöðva með reglum eða auknu eftirliti. Hann segir viðskiptabanka í dag stunda áhættusamar lánveitingar til að styðja við fjárfestingabankastarfsemi sína. „Lög, reglur og eftirlit munu aldrei ná að koma í veg fyrir freistnivanda ef freistingin er til staðar á annað borð," segir hann. Viðskiptabankarnir hafa lýst því yfir að þeir hyggist auka fjárfestingabankastarfsemi sína verulega á næstu árum. Jakob telur að aðskilnaður milli fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi muni leiða til minni áhættusækni. Hann spyr: Er ekki lag að aðskilja nú, í stað þess að bíða þar til það verður dýrt og erfitt í framkvæmd, eða jafnvel of seint? Svarið virðist augljóst. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Dr. Jakob Ásmundsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá fjárfestingabankanum Straumi, mælir eindregið með því að skilið verði á milli viðskiptaarms og fjárfestingaarms íslensku bankanna. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi í dag lýsir hann ókostum þess að íslensku viðskiptabankarnir stundi fjárfestingabankastarfsemi samhliða. Jakob segir að viðskiptamódel íslensku bankanna sé það sama og það var fyrir hrun. „Þeir voru, og eru enn, í senn viðskiptabankar og fjárfestingabankar," segir hann. Samanlögð stærð þeirra nemur um tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar og því hefði fall eins þeirra í för með sér gífurlegan kostnað fyrir þjóðina.dr. Jakob Ásmundsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Straumi fjárfestingabankaÍ greininni segir Jakob að fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi hafi í för með sér freistnivanda og hegðun sem ekki er hægt að stöðva með reglum eða auknu eftirliti. Hann segir viðskiptabanka í dag stunda áhættusamar lánveitingar til að styðja við fjárfestingabankastarfsemi sína. „Lög, reglur og eftirlit munu aldrei ná að koma í veg fyrir freistnivanda ef freistingin er til staðar á annað borð," segir hann. Viðskiptabankarnir hafa lýst því yfir að þeir hyggist auka fjárfestingabankastarfsemi sína verulega á næstu árum. Jakob telur að aðskilnaður milli fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi muni leiða til minni áhættusækni. Hann spyr: Er ekki lag að aðskilja nú, í stað þess að bíða þar til það verður dýrt og erfitt í framkvæmd, eða jafnvel of seint? Svarið virðist augljóst.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira