Draghi ýjar að fjárinnspýtingu Magnús Halldórsson skrifar 3. september 2012 21:16 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ýjaði að því á lokuðum fundi í Evrópuþinginu í dag að bankinn gæti þurft að koma þjóðríkjum í vanda til hjálpar með frekari kaupum á ríkisskuldabréfum. Frá þessu greindi Wall Street Journal á vef sínum í kvöld. Draghi var til svara á fundi í Evrópuþinginu, en mánaðarlegur peningastefnufundur Seðlabanka Evrópu fer fram á fimmtudaginn. Draghi sagði að ef að kaupunum yrði, myndi bankinn kaupa skuldabréf til tveggja eða þriggja ára, þannig að kaupin séu innan reglna bankans, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Sérstaklega er horft til þess að bankinn komi hugsanlega þjóðum Suður-Evrópu til hjálpar, Grikklandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu, með fjármögnun, þá einkum með það að markmiði að lækka vaxtaálag á skuldir þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru með snjallsímaforriti fyrirtækisins, er álag á skuldir þessara ríkja það hæsta á meðal Evrópuþjóða. Álag á 10 ára ríkisskuldabréf Grikklands er langsamlega hæst, 22,2 prósent, álga á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er 5,75 prósent og Spánar 6,79 prósent, svo dæmi séu nefnd. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal um þessi mál, hér. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ýjaði að því á lokuðum fundi í Evrópuþinginu í dag að bankinn gæti þurft að koma þjóðríkjum í vanda til hjálpar með frekari kaupum á ríkisskuldabréfum. Frá þessu greindi Wall Street Journal á vef sínum í kvöld. Draghi var til svara á fundi í Evrópuþinginu, en mánaðarlegur peningastefnufundur Seðlabanka Evrópu fer fram á fimmtudaginn. Draghi sagði að ef að kaupunum yrði, myndi bankinn kaupa skuldabréf til tveggja eða þriggja ára, þannig að kaupin séu innan reglna bankans, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Sérstaklega er horft til þess að bankinn komi hugsanlega þjóðum Suður-Evrópu til hjálpar, Grikklandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu, með fjármögnun, þá einkum með það að markmiði að lækka vaxtaálag á skuldir þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru með snjallsímaforriti fyrirtækisins, er álag á skuldir þessara ríkja það hæsta á meðal Evrópuþjóða. Álag á 10 ára ríkisskuldabréf Grikklands er langsamlega hæst, 22,2 prósent, álga á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er 5,75 prósent og Spánar 6,79 prósent, svo dæmi séu nefnd. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal um þessi mál, hér.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira