Viðskipti erlent

Flugfélagið Cathay Pacific hættir að flytja hákarlaugga

Kílóið af þurrkuðum hákarlauggum kostar nær 50.000 kr. út úr búð.
Kílóið af þurrkuðum hákarlauggum kostar nær 50.000 kr. út úr búð.
Flugfélagið Cathay Pacific sem staðsett er í Hong Kong hefur ákveðið að hætta öllum fraktflutningum sínum með þurrkaða hákarlaugga sem og aðrar afurðir af hákörlum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að rányrkja sé nú stunduð á flestum tegundum hákarla í heiminum og margar þeirra í útrýmingarhættu af þeim sökum.

Hong Kong er stærsti markaður heimsins með þurrkaða hákarlaugga en þar kostar kílóið af þeim út úr búð nærri 50.000 krónur. Um 10.000 tonn af hákarlauggum eru flutt inn til Hong Kong á hverju ári.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×