Innlent

Þrír 18 ára piltar handteknir á athafnasvæði Samskipa

Þrír 18 ára íslenskir piltar brutu sér leið inn á athafnasvæði Samskipa við Holtagarða í Reykjavík í gærkvöldi og náðu öryggisverðir að handsama einn þeirra á meðan beðið var eftir lögreglu.

Lögreglan fann brátt hina tvo , en annar þeirra reyndi að komast undan og sýndi lögreglu mótþróa þegar hann náðist. Hann var auk þess skilríkjalaus og neitaði í fyrstu að gefa nein deili á sér. Hann var vistaður í fangageymslu þar til borin voru kennsl á hann.

Ekki liggur fyrir hvað piltunum gekk til, en Arnarfell liggur við bryggju og á að fara til meginlands Evrópu í dag.

Piltarnir verða allir kærðir fyrir húsbrot og einn þeirra líka fyrir að hlíða ekki fyrirmælum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×