Innlent

Guðrún Sóley ritstjóri Stúdentablaðsins

Guðrún Sóley Gestsdóttir, ritstjóri Stúdentablaðsins.
Guðrún Sóley Gestsdóttir, ritstjóri Stúdentablaðsins.
Guðrún Sóley Gestsdóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Stúdentablaðsins fyrir skólaárið 2012-2013. Mun hún taka við störfum af Sólrúnu Halldóru Þrastardóttur.

Guðrún Sóley er bókmenntafræðinemi og hefur unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2011. Hún er fyrrum fulltrúi stúdenta í Háskólaráði, sat í Stúdentaráði og hefur sinnt ýmsum störfum í nefndum á vegum ráðsins. Hún ritstýrði einnig Akademíunni 2011, en það er upplýsingarit Stúdentaráðs ásamt því að vera réttindaskrá stúdenta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×