Í morgun óskaði stjórnstöð öryggisgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir lögreglu vegna titrings í tösku.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var um að ræða innritaða tösku sem tekin hafði verið til hliðar þegar vart varð við titring frá henni í þann mund sem setja átti hana um borð í flugvélina.
Eigandi töskunnar, sem kominn var um borð í vélina, gaf leyfi fyrir því að hún yrði skoðuð og kom þá í ljós að rafmagnsrakvél hafði farið í gang og orsakað titringinn.
