Ragna lagði þá litháísku | Hreinn úrslitaleikur á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Wembley Arena skrifar 30. júlí 2012 17:34 Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir lagði Akvile Stapusaityte í tveimur lotum 21-10 og 21-16 í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London í dag. Ragna mætti ákveðin til leiks, komst í 9-1 í fyrri lotunni og komst sú litháíska aldrei nærri Rögnu sem vann 21-10. Síðari lotan var nokkuð jafnari en Ragna hafði frumkvæðið. Munurinn var fjögur til sex stig í lotunni og þrjú stig í stöðunni 19-16. Þá vann Ragna tvö síðustu stigin og tryggði sér sætan sigur. Ragna mætir Jia Yao frá Hollandi í úrslitaviðureign um sigurinn í riðlinum og áframhaldandi þátttöku á leikunum. Yao lagði Stapusaityte í tveimur lotum í gær 21-16 og 21-7. Viðureign Rögnu og Stapusaityte var í beinni textalýsingu á Vísi. Sjá hér fyrir neðan.Ragna - Stapusaityte 21-16 (1-0): Ragna tryggir sér sigur í lotunni og leiknum þar með. Hún vinnur tvö síðustu stigin og tryggir Íslendingum sinn fyrsta sigur í badmintonkeppni á Ólympíuleikum.Ragna - Stapusaityte 19-15 (1-0): Frábært stig hjá Rögnu. Þóttist ætla að lauma með forhöndinni en sendi langt og beint á línuna. Tvö stig vantar.Ragna - Stapusaityte 18-14 (1-0): Sú litháíska með tvö stig í röð. Pressaði Rögnu sem setti boltann í netið. Vonandi er okkar kona ekki að gefa eftir. Vantar aðeins þrjú stig til að tryggja sér sigur.Ragna - Stapusaityte 17-12 (1-0): Enn og aftur er Ragna að stýra ferðinni. Vel staðsett og lætur þá lítháísku hlaupa mikið.Ragna - Stapusaityte 14-8: Ragna er aftur komin í gírinn og er nú komin sex stigum yfir í annarri lotu.Ragna - Stapusaityte 11-7: Glæsileg lauma eftir uppgjöf og Ragna er komin í ellefu stig. Vatnspása í hitanum hérna en Ragna er aðeins nokkrum mínútum frá sögulegum sigri með þessu áframhaldi. Litháíski þjálfarinn er að lesa sinni stúlku pistilinn. Hann virðist ekki sáttur.Ragna - Stapusaityte 10-5 (1-0): Nokkur góð stig í röð og Ragna er að sigla þessu heim. Stapusaityte tekur mikið af sénsum en setur boltann yfirleitt framhjá. En Ragna er hárnákvæm og er réttu megin við línuna.Ragna - Stapusaityte 4-3 (1-0): Sú litháíska ætlar ekki að selja sig ódýrt í þetta skiptið og berst fyrir hverju stigi. En Ragna nær að þreyta hana með því að láta hana elta fokkuna. Ragna stýrir hraðanum.Ragna - Stapusaityte 1-0 (1-0): Ragna byrjar aftur vel og vinnur fyrsta stigið í þessari lotu.Ragna - Stapusaityte 21-10 (1-0): Ragna gaf aðeins eftir þarna á lokasprettinum en ekkert til að hafa áhyggjur af. Hún var með sigurinn tryggðan í þessari lotu mjög snemma.Ragna - Stapusaityte 15-5: Ragna fagnar hverju stigi. Hún er í frábærum málum hér í fyrstu lotunni og er með þetta í hendi sér.Ragna - Stapusaityte 11-4: Sú litháíska svarar fyrir sig en Ragna kemur þá bara með eitt gott smass til að þagga niður í henni. Frábær byrjun hjá Rögnu sem stefnir á að verða fyrsta íslenska badmintonan til að vinna viðureign á Ólympíuleikum.Ragna - Stapusaityte 9-1: Gríðarlega vel spilað hjá okkar konu. Spilar mikið á bakhöndina hjá þeirri litháísku sem hún á miklum erfiðleikum með.Ragna - Stapusaityte 4-0: Frábær byrjun hjá Rögnu sem er yfirvegunin uppmáluð. Spilar skynsamlega og velur sér góð tækifæri til að klára stigin.Ragna - Stapusaityte 1-0: Sú litháíska byrjar á uppgjöf en Ragna sýnir þolinmæðu og kænsku og vinnur fyrsta stigið.19.19: Upphitun búin og allt til reiðu. Áfram, Ragna!19.16: Og þá eru Ragna og Stapusaityte kynntar til sögunnar. Þær fá ljómandi góðar móttökur. Ragna er í bláum keppnisgalla.19.14: Af þessum þremur völlum eru flestir áhorfendur við völlinn hennar Rögnu. Það ætti því að vera mikil viðbrögð frá áhorfendum í hennar viðureign.19.12: Þá er það komið. Kínverjarnir unnu 21-15 og því stutt í að Ragna og andstæðingur hennar verða kallaðar inn á völlinn.19.09: Staðan 18-11 fyrir Kínverjana og því stutt í að Ragna byrji.18.55: Kínverjarnir tóku fyrstu lotuna gegn Rússunum þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Lokin voru æsispennandi en lokatölur voru 23-21. Kínverjarnir eru líklegir til að rúlla yfir andstæðinga sína nú og því vonandi stutt í að Ragna geti byrjað.18.49: Á velli 1 er Peter Gade frá Danmörku að hefja leik í einliðaleik karla. Hann er í fimmta sæti heimslistans og einn sá allra þekktasti í íþróttinni. Hann ætti ekki að lenda í teljandi vandræðum með andstæðing sinn frá Portúgal en sá er í 59. sæti heimslistans.18.42: Það er ljóst að Ragna þarf að bíða og alveg óráðið hversu lengi. Það fer alveg eftir því hvernig gengur í viðureigninni á vellinum hennar. Þar er staðan nú 15-13 í fyrstu lotu fyrir Rússana.18.40: Á öðrum velli var að klárast viðureign í tvenndarleik á milli Þjóðverja og Rússa. Þjóðverjarnir höfðu betur í oddalotu, 21-19, og fögnuðu gríðarlega mikið - sérstaklega karlinn sem réð sér ekki af kæti. Sú viðureign tók um 70 mínútur.18.28: Á vellinum sem Ragna mun keppa á er nú ný viðureign hafin og aftur í tvíliðaleik karla. Nú er það rússneskt par gegn kínversku. Rússarnir byrja betur.18.16: Það er svakalegur hiti hér í höllinni. Ástæðan fyrir því er að það loftkælingin getur ekki gengið af fullum krafti þar sem það myndi trufla flug badmintonfokkunnar. Já, vel á minnst - kúlan í badminton er kölluð fokka. Það eru víst mörg heiti sem eru notuð en við skulum halda okkur við fokkuna.18.10: Það eru alveg líkur á því að viðureign Rögnu tefjist eitthvað. Á hennar velli er nú verið að keppa í tvíliðaleik karla þar sem eigast við par frá Indónesíu annars vegar og Suður-Kóreu hins vegar. Fyrsta lotan var hörkuspennandi en lauk með sigri Indónesanna, 24-22. Samkvæmt opinberri dagskrá átti önnur viðureign að byrja á vellinum klukkan 18.07 en hún þarf að bíða eitthvað.18.05: Það þarf varla að taka það fram að umgjörðin er stórglæsileg. Það er vel mætt af áhorfendum sem láta vel í sér heyra og þá er sjálf höllin, Wembley Arena, glæsileg í alla staði. Á Twitter-síðu minni má sjá myndir frá staðnum.18.03: Á gólfinu eru þrír vellir og því mikið gangi í einu og mikil læti. Dómarar á öllum völlum tala í sama hátalarakerfið og eru ekkert að setja að tala samtímis og annar dómari eða þá vallarþulurinn.18.00: Þær Stapusaityte og Yao mættust í fyrstu umferð riðlakeppninnar í gær. Yao hafði betur í tveimur settum eftir að viðureignin hafði verið nokkuð jöfn framan af. Lokatölur voru 21-16 og 21-7.18.00: Ragna keppir í F-riðli ásamt Stapusaityte og Jia Yao frá Hollandi. Ragna er fyrir ofan andstæðing sinn í kvöld á heimslistanum og hefur unnið hana í öll þau fjögur skipti sem þær hafa mæst - síðast á Iceland International í haust. Ragna ber henni þó ekkert sérstaklega vel söguna eins og lesa má um hér.18.00: Velkomin til leiks hér í Wembley Arena. Eftir tæpan stundarfjórðung hefur Ragna Ingólfsdóttir leik í Ólympíuleikunum en hún hefur beðið þessa augnabliks í fjögur ár - eða síðan hún tapaði í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna í Peking fyrir fjórum árum síðan. Hún meiddist í viðureigninni og vill sjálfsagt kvitta fyrir þá hvimleiðu reynslu í dag. Mest lesið Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Enski boltinn Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga „Þvílík vika“ hjá Andreu Jamaíkamaður í hóp þeirra fljótustu í sögunni Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Sjá meira
Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir lagði Akvile Stapusaityte í tveimur lotum 21-10 og 21-16 í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London í dag. Ragna mætti ákveðin til leiks, komst í 9-1 í fyrri lotunni og komst sú litháíska aldrei nærri Rögnu sem vann 21-10. Síðari lotan var nokkuð jafnari en Ragna hafði frumkvæðið. Munurinn var fjögur til sex stig í lotunni og þrjú stig í stöðunni 19-16. Þá vann Ragna tvö síðustu stigin og tryggði sér sætan sigur. Ragna mætir Jia Yao frá Hollandi í úrslitaviðureign um sigurinn í riðlinum og áframhaldandi þátttöku á leikunum. Yao lagði Stapusaityte í tveimur lotum í gær 21-16 og 21-7. Viðureign Rögnu og Stapusaityte var í beinni textalýsingu á Vísi. Sjá hér fyrir neðan.Ragna - Stapusaityte 21-16 (1-0): Ragna tryggir sér sigur í lotunni og leiknum þar með. Hún vinnur tvö síðustu stigin og tryggir Íslendingum sinn fyrsta sigur í badmintonkeppni á Ólympíuleikum.Ragna - Stapusaityte 19-15 (1-0): Frábært stig hjá Rögnu. Þóttist ætla að lauma með forhöndinni en sendi langt og beint á línuna. Tvö stig vantar.Ragna - Stapusaityte 18-14 (1-0): Sú litháíska með tvö stig í röð. Pressaði Rögnu sem setti boltann í netið. Vonandi er okkar kona ekki að gefa eftir. Vantar aðeins þrjú stig til að tryggja sér sigur.Ragna - Stapusaityte 17-12 (1-0): Enn og aftur er Ragna að stýra ferðinni. Vel staðsett og lætur þá lítháísku hlaupa mikið.Ragna - Stapusaityte 14-8: Ragna er aftur komin í gírinn og er nú komin sex stigum yfir í annarri lotu.Ragna - Stapusaityte 11-7: Glæsileg lauma eftir uppgjöf og Ragna er komin í ellefu stig. Vatnspása í hitanum hérna en Ragna er aðeins nokkrum mínútum frá sögulegum sigri með þessu áframhaldi. Litháíski þjálfarinn er að lesa sinni stúlku pistilinn. Hann virðist ekki sáttur.Ragna - Stapusaityte 10-5 (1-0): Nokkur góð stig í röð og Ragna er að sigla þessu heim. Stapusaityte tekur mikið af sénsum en setur boltann yfirleitt framhjá. En Ragna er hárnákvæm og er réttu megin við línuna.Ragna - Stapusaityte 4-3 (1-0): Sú litháíska ætlar ekki að selja sig ódýrt í þetta skiptið og berst fyrir hverju stigi. En Ragna nær að þreyta hana með því að láta hana elta fokkuna. Ragna stýrir hraðanum.Ragna - Stapusaityte 1-0 (1-0): Ragna byrjar aftur vel og vinnur fyrsta stigið í þessari lotu.Ragna - Stapusaityte 21-10 (1-0): Ragna gaf aðeins eftir þarna á lokasprettinum en ekkert til að hafa áhyggjur af. Hún var með sigurinn tryggðan í þessari lotu mjög snemma.Ragna - Stapusaityte 15-5: Ragna fagnar hverju stigi. Hún er í frábærum málum hér í fyrstu lotunni og er með þetta í hendi sér.Ragna - Stapusaityte 11-4: Sú litháíska svarar fyrir sig en Ragna kemur þá bara með eitt gott smass til að þagga niður í henni. Frábær byrjun hjá Rögnu sem stefnir á að verða fyrsta íslenska badmintonan til að vinna viðureign á Ólympíuleikum.Ragna - Stapusaityte 9-1: Gríðarlega vel spilað hjá okkar konu. Spilar mikið á bakhöndina hjá þeirri litháísku sem hún á miklum erfiðleikum með.Ragna - Stapusaityte 4-0: Frábær byrjun hjá Rögnu sem er yfirvegunin uppmáluð. Spilar skynsamlega og velur sér góð tækifæri til að klára stigin.Ragna - Stapusaityte 1-0: Sú litháíska byrjar á uppgjöf en Ragna sýnir þolinmæðu og kænsku og vinnur fyrsta stigið.19.19: Upphitun búin og allt til reiðu. Áfram, Ragna!19.16: Og þá eru Ragna og Stapusaityte kynntar til sögunnar. Þær fá ljómandi góðar móttökur. Ragna er í bláum keppnisgalla.19.14: Af þessum þremur völlum eru flestir áhorfendur við völlinn hennar Rögnu. Það ætti því að vera mikil viðbrögð frá áhorfendum í hennar viðureign.19.12: Þá er það komið. Kínverjarnir unnu 21-15 og því stutt í að Ragna og andstæðingur hennar verða kallaðar inn á völlinn.19.09: Staðan 18-11 fyrir Kínverjana og því stutt í að Ragna byrji.18.55: Kínverjarnir tóku fyrstu lotuna gegn Rússunum þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Lokin voru æsispennandi en lokatölur voru 23-21. Kínverjarnir eru líklegir til að rúlla yfir andstæðinga sína nú og því vonandi stutt í að Ragna geti byrjað.18.49: Á velli 1 er Peter Gade frá Danmörku að hefja leik í einliðaleik karla. Hann er í fimmta sæti heimslistans og einn sá allra þekktasti í íþróttinni. Hann ætti ekki að lenda í teljandi vandræðum með andstæðing sinn frá Portúgal en sá er í 59. sæti heimslistans.18.42: Það er ljóst að Ragna þarf að bíða og alveg óráðið hversu lengi. Það fer alveg eftir því hvernig gengur í viðureigninni á vellinum hennar. Þar er staðan nú 15-13 í fyrstu lotu fyrir Rússana.18.40: Á öðrum velli var að klárast viðureign í tvenndarleik á milli Þjóðverja og Rússa. Þjóðverjarnir höfðu betur í oddalotu, 21-19, og fögnuðu gríðarlega mikið - sérstaklega karlinn sem réð sér ekki af kæti. Sú viðureign tók um 70 mínútur.18.28: Á vellinum sem Ragna mun keppa á er nú ný viðureign hafin og aftur í tvíliðaleik karla. Nú er það rússneskt par gegn kínversku. Rússarnir byrja betur.18.16: Það er svakalegur hiti hér í höllinni. Ástæðan fyrir því er að það loftkælingin getur ekki gengið af fullum krafti þar sem það myndi trufla flug badmintonfokkunnar. Já, vel á minnst - kúlan í badminton er kölluð fokka. Það eru víst mörg heiti sem eru notuð en við skulum halda okkur við fokkuna.18.10: Það eru alveg líkur á því að viðureign Rögnu tefjist eitthvað. Á hennar velli er nú verið að keppa í tvíliðaleik karla þar sem eigast við par frá Indónesíu annars vegar og Suður-Kóreu hins vegar. Fyrsta lotan var hörkuspennandi en lauk með sigri Indónesanna, 24-22. Samkvæmt opinberri dagskrá átti önnur viðureign að byrja á vellinum klukkan 18.07 en hún þarf að bíða eitthvað.18.05: Það þarf varla að taka það fram að umgjörðin er stórglæsileg. Það er vel mætt af áhorfendum sem láta vel í sér heyra og þá er sjálf höllin, Wembley Arena, glæsileg í alla staði. Á Twitter-síðu minni má sjá myndir frá staðnum.18.03: Á gólfinu eru þrír vellir og því mikið gangi í einu og mikil læti. Dómarar á öllum völlum tala í sama hátalarakerfið og eru ekkert að setja að tala samtímis og annar dómari eða þá vallarþulurinn.18.00: Þær Stapusaityte og Yao mættust í fyrstu umferð riðlakeppninnar í gær. Yao hafði betur í tveimur settum eftir að viðureignin hafði verið nokkuð jöfn framan af. Lokatölur voru 21-16 og 21-7.18.00: Ragna keppir í F-riðli ásamt Stapusaityte og Jia Yao frá Hollandi. Ragna er fyrir ofan andstæðing sinn í kvöld á heimslistanum og hefur unnið hana í öll þau fjögur skipti sem þær hafa mæst - síðast á Iceland International í haust. Ragna ber henni þó ekkert sérstaklega vel söguna eins og lesa má um hér.18.00: Velkomin til leiks hér í Wembley Arena. Eftir tæpan stundarfjórðung hefur Ragna Ingólfsdóttir leik í Ólympíuleikunum en hún hefur beðið þessa augnabliks í fjögur ár - eða síðan hún tapaði í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna í Peking fyrir fjórum árum síðan. Hún meiddist í viðureigninni og vill sjálfsagt kvitta fyrir þá hvimleiðu reynslu í dag.
Mest lesið Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Enski boltinn Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga „Þvílík vika“ hjá Andreu Jamaíkamaður í hóp þeirra fljótustu í sögunni Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Sjá meira