Sport

Sádi-Arabar staðfesta þátttöku kveníþróttamanna í London

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Michael Johnson er einn þeirra sem hlaupið hefur með Ólympíueldinn á leið sinni til London.
Michael Johnson er einn þeirra sem hlaupið hefur með Ólympíueldinn á leið sinni til London. Nordicphotos/Getty
Sádi-Arabar munu í fyrsta skipti í sögunni senda konur til þátttöku á Ólympíuleikum í sumar.

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur staðfest að tvær konur muni keppa fyrir hönd Sádi-Araba á leikunum í London. Hingað til hafa Sádi-Arabar aðeins sent karlmenn til keppni.

Wodjan Ali Seraj Abdulrahim Shahrkhani keppir í +78 kg flokki í júdó. Áður mun Sarah Attar keppa í 800 metra hlaupi og brjóta blað í sögunni þegar hún verður fyrsti kvenfulltrúi þjóðar sinnar á Ólympíuleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×