Innlent

Erlendur ferðamaður lést í Þjórsárdal

BBI skrifar
Erlendur ferðamaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður látinn eftir að tilkynnt var um alvarleg veikindi hans í sundlauginni í Þjórsárdal. Tilkynningin barst um tvö leytið og kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Þyrla var send af stað en fljótlega kom í ljós að hennar var ekki þörf þar sem maðurinn var úrskurðaður látinn.

Ferðamaðurinn var einn á ferð í Þjórsárdal en ekki hefur enn fengist staðfest hvort fleiri eru með honum á Íslandi. Enn liggur ekki fyrir hvað olli fráfalli hans. Þá hefur heldur ekki verið gefið út hvort hann lést í sundlauginni eða við hana.


Tengdar fréttir

Alvarlegt slys við Selfoss

Alvarlegt slys varð í umdæmi lögreglunnar á Selfossi rétt í þessu. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar á þessu stigi málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×