Innlent

Bílar springa ekki

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Fimm bílar voru á verkstæðinu.
Fimm bílar voru á verkstæðinu. mynd/ pjetur.
Bílar springa ekki eins og í amerískum bíómyndum þegar það kviknar í þeim. Þetta segir deildarstjóri hjá Slökkviliðinu en fimm bílar voru inni á bílaverkstæðinu sem brann í Kópavogi í fyrrinótt.

Bílarnir fimm höfðu verið eða voru í viðgerð hjá bílasprautunar og réttingaverkstæðinu, einn þeirra var dreginn út á meðan á slökkvistarfi stóð en það var ekki vegna hættu sem stafaði af honum heldur var hann einfaldlega fyrir. Höskuldur Einarsson deildarstjóri hjá Slökkviliðinu segir bíla ekki skapa jafn mikla sprengihættu og margir halda.

„Það er ekki þannig eins og í amerískum bíómyndum að þeir springi í loft upp, það höfum við aldrei séð á Íslandi, bensíntankurinn, þegar hann lekur, veður mikill eldur, engin sprenging, það verður mikið meiri sprenging þegar dekkin springa, en það eru ekki miklar hættur af þessum bílum þó þeir brenni," segir Höskuldur.

Hann segir gaskúta hins vegar mun hættulegri en eins og við sögðum frá í gær geta svokallaðir acetylín kútar kastast hátt í þrjú hundruð metra þegar þeir springa. Hann segir litla spreybrúsa geta virkað eins og byssukúlur.

„Þeir geta farið svona 30 metra í loft upp ef þeir springa og geta oft slasað fólk ef þeir springa, og það var þannig eldur í Varmahlíð í Skagafirði, þar sem það var svona byssuskothríð sem kom af svoleiðis gaskútum, þannig í svona eldi ber ýmislegt að varast og þetta er eitt af því," segir Höskuldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×