Stóri borinn á leið til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2012 10:15 Borpallurinn Cosl Pioneer. Næstu mánuði borar hann dýpstu holu í sögu Færeyja. Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar. Borpallurinn lagði af stað frá Noregi í gærmorgun, siglandi fyrir eigin vélarafli, og er væntanlegur á borstaðinn á laugardag. Netmiðillinn oljan.fo segir að venjulega taki tvo til þrjá daga að gera borpall kláran á vettvangi og gerir ráð fyrir að borunin hefjist snemma í næstu viku. Áætlað er að hún taki 4-5 mánuði, eða um 130 daga. Þrjú félög standa að verkefninu; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borsvæðið nefnist Brugdan 2 og er suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetra frá lögsögumörkunum við Bretlandseyjar. Þar er hafdýpi milli 400 og 500 metrar, en áformað er að bora 4.000-5.000 metra niður í jarðlögin undir botninum og komast undir hraunlög sem þar liggja djúpt. Jarðlögum þarna er talið svipa til þeirra sem vænta má á íslenska Drekasvæðinu og hefur sérfræðingur Olíustofnunar Noregs lýst því mati sínu að niðurstöðurnar sem fást í Færeyjum geti haft áhrif á framvindu olíuleitar við Ísland. Íslendingar hafa því, rétt eins og Færeyingar, ástæðu til að fylgjast með árangri olíuborsins næstu mánuði. Ekki aðeins gæti hann opnað dyrnar fyrir olíuleit í lögsögu Íslands heldur gæti olíufundur á færeyska landgrunninu jafnframt sogað til sín vinnuafl í stórum stíl frá nágrannaríkjum. Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar. Borpallurinn lagði af stað frá Noregi í gærmorgun, siglandi fyrir eigin vélarafli, og er væntanlegur á borstaðinn á laugardag. Netmiðillinn oljan.fo segir að venjulega taki tvo til þrjá daga að gera borpall kláran á vettvangi og gerir ráð fyrir að borunin hefjist snemma í næstu viku. Áætlað er að hún taki 4-5 mánuði, eða um 130 daga. Þrjú félög standa að verkefninu; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borsvæðið nefnist Brugdan 2 og er suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetra frá lögsögumörkunum við Bretlandseyjar. Þar er hafdýpi milli 400 og 500 metrar, en áformað er að bora 4.000-5.000 metra niður í jarðlögin undir botninum og komast undir hraunlög sem þar liggja djúpt. Jarðlögum þarna er talið svipa til þeirra sem vænta má á íslenska Drekasvæðinu og hefur sérfræðingur Olíustofnunar Noregs lýst því mati sínu að niðurstöðurnar sem fást í Færeyjum geti haft áhrif á framvindu olíuleitar við Ísland. Íslendingar hafa því, rétt eins og Færeyingar, ástæðu til að fylgjast með árangri olíuborsins næstu mánuði. Ekki aðeins gæti hann opnað dyrnar fyrir olíuleit í lögsögu Íslands heldur gæti olíufundur á færeyska landgrunninu jafnframt sogað til sín vinnuafl í stórum stíl frá nágrannaríkjum.
Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira