Sport

Ísland fær fjögur sæti á Ólympíumótinu í London

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ljóst er að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson verður einn fulltrúa Íslands í London.
Ljóst er að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson verður einn fulltrúa Íslands í London.
Ísland fær tvö sæti fyrir sundfólk og tvö sæti fyrir frjálsíþróttafólk á Ólympíumóti fatlaðra í London í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra í dag.

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra, IPC, gaf löndum frest til 20. maí til að fylla kvóta í hverri íþróttagrein. Miðað við fjölda þeirra íþróttamanna sem náð höfðu tilskyldum lágmörkum fékk Ísland tvö sæti fyrir sundmann af hvoru kyni og sömuleiðis tvö sæti fyrir frjálsíþróttafólk af hvoru kyni.

Fleiri einstaklingar en þeir sem fá sætin fjögur í London hafa náð tilskyldum lágmörkum. „Því blasir við sú bitra staðreynd að velja þarf á milli einstaklinga sem náð hafa lágmörkum," eins og segir á vef ÍF.

Ólympíuráð ÍF hefur sett sér viðmiðunarreglur varðandi valið á fulltrúm sínum.

1. Staða íþróttamanna á heimslista viðkomandi íþróttagreinar

2. Fjöldi A og B lágmarka sem viðkomandi íþróttamaður hefur náð

3. Þeir Íslendingar sem áunnu Íslandi kvóta sinn

Val keppenda vegna Ólympíumótsins verður kynnt í byrjun júlí. Mótið í London hefst 29. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×