CCP fer mikinn á E3 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 13:59 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. Japanska tæknifyrirtækið Sony, sem framleiðir PlayStation 3 leikjatölvuna, leikur stórt hlutverk á hátíðinni en CCP gefur út leikinn DUST 514 í samstarfi við fyrirtækið. Tölvuleikurinn hefur verið í framleiðslu síðustu fjögur ár en leikurinn var frumsýndur á Fanfest hátíð CCP í Reykjavík í mars síðastliðnum.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPSérstök kynning verður haldin á DUST 514 en nýtt myndskeið úr leiknum var frumsýnt á E3 í gær. Mikil áhersla verður lögð á víxlverkandi eiginleika PlaySation 3 og PlaySation Vita lófatölvunnar en mögulegt verður að stjórna atburðarrásinni í DUST 514 í gegnum tölvuna. Þá verður opnað fyrir beta-útgáfu leiknum 29. júní næstkomandi en spilarar geta sótt um aðgang að tilraunaútgáfunni hér. Þá mun CCP einnig kynna nýja viðbót við EVE Online leikinn, Inferno. Spilurum leiksins verður boðið á sérstaka samkomu vegna viðbótarinnar ásamt blaðamönnum og öðrum ráðstefnugestum. Hægt er að sjá kynningarmyndbandið fyrir DUST 514 hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. Japanska tæknifyrirtækið Sony, sem framleiðir PlayStation 3 leikjatölvuna, leikur stórt hlutverk á hátíðinni en CCP gefur út leikinn DUST 514 í samstarfi við fyrirtækið. Tölvuleikurinn hefur verið í framleiðslu síðustu fjögur ár en leikurinn var frumsýndur á Fanfest hátíð CCP í Reykjavík í mars síðastliðnum.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPSérstök kynning verður haldin á DUST 514 en nýtt myndskeið úr leiknum var frumsýnt á E3 í gær. Mikil áhersla verður lögð á víxlverkandi eiginleika PlaySation 3 og PlaySation Vita lófatölvunnar en mögulegt verður að stjórna atburðarrásinni í DUST 514 í gegnum tölvuna. Þá verður opnað fyrir beta-útgáfu leiknum 29. júní næstkomandi en spilarar geta sótt um aðgang að tilraunaútgáfunni hér. Þá mun CCP einnig kynna nýja viðbót við EVE Online leikinn, Inferno. Spilurum leiksins verður boðið á sérstaka samkomu vegna viðbótarinnar ásamt blaðamönnum og öðrum ráðstefnugestum. Hægt er að sjá kynningarmyndbandið fyrir DUST 514 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira