Einar Þorvarðarson: Höfum ekki sótt um að halda keppnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2012 14:11 Mynd / Pjetur Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands, segir það túlkun Evrópska handknattleikssambandsins að HSÍ hafi sótt um að halda EM kvenna í desember. HSÍ hafi hins vegar aðeins sent tvær fyrirspurnir til EHF. „Við sendum þeim tvær spurningar. Annars vegar hversu stórar hallir þarf fyrir svona mót og hins vegar hvaða gæði á hótelum þarf og slíkt. Við fengum tilbaka allar útlistingar á svona móti og umsóknareyðublað en málið er ekki komið lengra en það. Það hefur ekkert meira farið frá okkur," segir Einar. EHF birti á vef sínum lista yfir þær þjóðir sem hefðu sýnt áhuga á að halda keppnina. Ellefu þjóðir hafa verið nefndar, þar á meðal Ísland en sem kunnugt er hættu Hollendingar við að halda keppnina fyrr í vikunni. „Þetta er þeirra túlkun en það er engin spurning um að við spurðum spurninga. Ef þeir eru í vandamálum með þetta erum við til í að skoða þetta líkt og hinar þjóðirnar," segir Einar. Í svari EHF til HSÍ kom fram að í riðlakeppninni þyrfti að spila leiki í þrjú þúsund manna höllum, milliriðlana í fimm þúsund og úrslitaleikina í tíu þúsund manna höllum. Einar segir HSÍ aðeins viljað kynna sér umhverfið varðandi svona keppni. Mótanefnd EHF fundar um helgina og Einar segir lítið um málið að segja. Hann hafi þó heyrt einhverjar sögur. „Við höfum heyrt að Danir og Svíar séu að tala saman og Norðmenn líka. En meira er ekki hægt að segja," segir Einar. Tengdar fréttir Einar Þorvarðarson: Get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. 5. júní 2012 09:42 Rúmenar klárir í að halda EM | Ákvörðun tekin innan tveggja vikna Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Rúmenar séu tilbúnir að halda Evrópumót kvenna í handknattleik í desember á þessu ári. Rúmenía er ellefta þjóðin að sögn EHF sem lýsir yfir áhuga sínum að halda mótið. 6. júní 2012 11:15 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands, segir það túlkun Evrópska handknattleikssambandsins að HSÍ hafi sótt um að halda EM kvenna í desember. HSÍ hafi hins vegar aðeins sent tvær fyrirspurnir til EHF. „Við sendum þeim tvær spurningar. Annars vegar hversu stórar hallir þarf fyrir svona mót og hins vegar hvaða gæði á hótelum þarf og slíkt. Við fengum tilbaka allar útlistingar á svona móti og umsóknareyðublað en málið er ekki komið lengra en það. Það hefur ekkert meira farið frá okkur," segir Einar. EHF birti á vef sínum lista yfir þær þjóðir sem hefðu sýnt áhuga á að halda keppnina. Ellefu þjóðir hafa verið nefndar, þar á meðal Ísland en sem kunnugt er hættu Hollendingar við að halda keppnina fyrr í vikunni. „Þetta er þeirra túlkun en það er engin spurning um að við spurðum spurninga. Ef þeir eru í vandamálum með þetta erum við til í að skoða þetta líkt og hinar þjóðirnar," segir Einar. Í svari EHF til HSÍ kom fram að í riðlakeppninni þyrfti að spila leiki í þrjú þúsund manna höllum, milliriðlana í fimm þúsund og úrslitaleikina í tíu þúsund manna höllum. Einar segir HSÍ aðeins viljað kynna sér umhverfið varðandi svona keppni. Mótanefnd EHF fundar um helgina og Einar segir lítið um málið að segja. Hann hafi þó heyrt einhverjar sögur. „Við höfum heyrt að Danir og Svíar séu að tala saman og Norðmenn líka. En meira er ekki hægt að segja," segir Einar.
Tengdar fréttir Einar Þorvarðarson: Get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. 5. júní 2012 09:42 Rúmenar klárir í að halda EM | Ákvörðun tekin innan tveggja vikna Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Rúmenar séu tilbúnir að halda Evrópumót kvenna í handknattleik í desember á þessu ári. Rúmenía er ellefta þjóðin að sögn EHF sem lýsir yfir áhuga sínum að halda mótið. 6. júní 2012 11:15 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Einar Þorvarðarson: Get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. 5. júní 2012 09:42
Rúmenar klárir í að halda EM | Ákvörðun tekin innan tveggja vikna Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Rúmenar séu tilbúnir að halda Evrópumót kvenna í handknattleik í desember á þessu ári. Rúmenía er ellefta þjóðin að sögn EHF sem lýsir yfir áhuga sínum að halda mótið. 6. júní 2012 11:15