Innlent

Fólksfækkun ógnar framtíðarrekstri Orkubús Vestjarða

Erla Hlynsdóttir skrifar
mynd/ róbert reynisson.
Fækkun íbúa á Vestfjörðum er stærsta ógnin við framtíðarrekstur Orkubús Vestfjarða. Þetta sagði Kristján Haraldsson orkubússtjóri í aðalfundi fyrirtækisins.

Á Reykhólavefnum er fjallað um þessa fækkun, og að með áframhaldandi þróun í þessa átt verði enginn íbúi eftir á Vestfjörðum að 50 árum liðnum.

Kristján segir að stjórnvöld verði tafarlaust að grípa til aðgerða til að hindra frekari eyðingu byggðar, og nefnir þar fyrst bættar samgöngur og jöfnun búsetukostnaðar.

Sjá fréttina á vef Reykhólahrepps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×