Moody's lækkar lánshæfi banka á Spáni 18. maí 2012 08:14 Mynd/AP Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Auk þess að lækka lánshæfiseinkunni bankanna setur Moody's neikvæðar horfur á tíu þeirra, sem þýðir að líklegt sé að þeir muni lækka enn frekar í nánustu framtíð. Í röksemdarfærslunni fyrir ákvörðun sinni segir Moody's að ástandið sé almennt slæmt á Spáni. Samdráttur sé enn til staðar, fasteignamarkaðurinn í kalda koli og atvinnuleysi hefur aldrei verið meira. Þá segja þeir ennfremur líkurnar hafi nú aukist á því að spænska ríkið megni ekki að styðja við bankana. Þessu til viðbótar lækkuðu Moody's einnig lánshæfiseinkunnir fjögurra héraða í landinu, Katalóníu, Murcia, Andalúsíu og Extremadura. Og eins og við mátti búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu við opnun markaða í morgun, ekki síst vegna tíðindanna frá Spáni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Madríd lækkaði um tvö prósent og í London féllu bréf um eitt prósent. Enn meiri lækkun varð á mörkuðum í Asíu í nótt og féll Nikkei vísitalan í Japan um þrjú prósent sem er mesta lækkun frá því í ágúst á síðasta ári. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Auk þess að lækka lánshæfiseinkunni bankanna setur Moody's neikvæðar horfur á tíu þeirra, sem þýðir að líklegt sé að þeir muni lækka enn frekar í nánustu framtíð. Í röksemdarfærslunni fyrir ákvörðun sinni segir Moody's að ástandið sé almennt slæmt á Spáni. Samdráttur sé enn til staðar, fasteignamarkaðurinn í kalda koli og atvinnuleysi hefur aldrei verið meira. Þá segja þeir ennfremur líkurnar hafi nú aukist á því að spænska ríkið megni ekki að styðja við bankana. Þessu til viðbótar lækkuðu Moody's einnig lánshæfiseinkunnir fjögurra héraða í landinu, Katalóníu, Murcia, Andalúsíu og Extremadura. Og eins og við mátti búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu við opnun markaða í morgun, ekki síst vegna tíðindanna frá Spáni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Madríd lækkaði um tvö prósent og í London féllu bréf um eitt prósent. Enn meiri lækkun varð á mörkuðum í Asíu í nótt og féll Nikkei vísitalan í Japan um þrjú prósent sem er mesta lækkun frá því í ágúst á síðasta ári.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira