Moody's lækkar lánshæfi banka á Spáni 18. maí 2012 08:14 Mynd/AP Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Auk þess að lækka lánshæfiseinkunni bankanna setur Moody's neikvæðar horfur á tíu þeirra, sem þýðir að líklegt sé að þeir muni lækka enn frekar í nánustu framtíð. Í röksemdarfærslunni fyrir ákvörðun sinni segir Moody's að ástandið sé almennt slæmt á Spáni. Samdráttur sé enn til staðar, fasteignamarkaðurinn í kalda koli og atvinnuleysi hefur aldrei verið meira. Þá segja þeir ennfremur líkurnar hafi nú aukist á því að spænska ríkið megni ekki að styðja við bankana. Þessu til viðbótar lækkuðu Moody's einnig lánshæfiseinkunnir fjögurra héraða í landinu, Katalóníu, Murcia, Andalúsíu og Extremadura. Og eins og við mátti búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu við opnun markaða í morgun, ekki síst vegna tíðindanna frá Spáni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Madríd lækkaði um tvö prósent og í London féllu bréf um eitt prósent. Enn meiri lækkun varð á mörkuðum í Asíu í nótt og féll Nikkei vísitalan í Japan um þrjú prósent sem er mesta lækkun frá því í ágúst á síðasta ári. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Auk þess að lækka lánshæfiseinkunni bankanna setur Moody's neikvæðar horfur á tíu þeirra, sem þýðir að líklegt sé að þeir muni lækka enn frekar í nánustu framtíð. Í röksemdarfærslunni fyrir ákvörðun sinni segir Moody's að ástandið sé almennt slæmt á Spáni. Samdráttur sé enn til staðar, fasteignamarkaðurinn í kalda koli og atvinnuleysi hefur aldrei verið meira. Þá segja þeir ennfremur líkurnar hafi nú aukist á því að spænska ríkið megni ekki að styðja við bankana. Þessu til viðbótar lækkuðu Moody's einnig lánshæfiseinkunnir fjögurra héraða í landinu, Katalóníu, Murcia, Andalúsíu og Extremadura. Og eins og við mátti búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu við opnun markaða í morgun, ekki síst vegna tíðindanna frá Spáni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Madríd lækkaði um tvö prósent og í London féllu bréf um eitt prósent. Enn meiri lækkun varð á mörkuðum í Asíu í nótt og féll Nikkei vísitalan í Japan um þrjú prósent sem er mesta lækkun frá því í ágúst á síðasta ári.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira