Viðskipti erlent

Buffet ætlar ekki að fjárfesta í Facebook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Warren Buffet (tv) hefur ekki trú á Facebook sem fjárfestingarkosti. Hér er hann með Bill Gates forstjóra Microsoft.
Warren Buffet (tv) hefur ekki trú á Facebook sem fjárfestingarkosti. Hér er hann með Bill Gates forstjóra Microsoft. mynd/ afp.
Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins.

Segja má að Buffet sé nokkurskonar goðsögn í viðskiptaheiminum og á viðskiptavef Daily Mail er sagt frá því að yfirlýsingar hans hafi stundum haft veruleg áhrif á hlutabréfamarkaði. Það er því búist við því að yfirlýsingar hans muni ekki gleðja þá sem hafa lagt fjármagn í Facebook.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×