Örvar Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn til síns gamla félags, Njarðvíkur, og mun hann verða aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannessyni næstu tvö árin hið minnsta.
Örvar þjálfaði í vetur lið Fjölnis með ágætum árangri en liðið var nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Engu að ákváðu forráðamenn liðsins að slíta samstarfinu við Örvar.
Fram kemur á heimasíðu Njarðvíkur að Örvar muni einnig þjálfa tvo yngri flokka hjá félaginu en koma hans hjálpar til með að fylla í skarð Friðriks Ragnarssonar. Hann ákvað eftir tímabilið að hætta að þjálfa meistaraflokk karla sem hann hafði gert í samstarfi við Einar Árna.
