Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík - 76-87 Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar 1. apríl 2012 00:01 Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira