Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík - 76-87 Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar 1. apríl 2012 00:01 Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum