Hamilton lang fjótastur á föstudagsæfingum Birgir Þór Harðarson skrifar 23. mars 2012 16:00 Hamilton var lang fljótastur í Malasíu í nótt á McLaren bíl sínum. nordicphotos/afp Lewis Hamilton var fljótastur allra á báðum föstudagsæfingunum fyrir kappaksturinn í Malasíu sem fram fer um helgina. Red Bull menn voru ekki langt undan á fyrri æfingunni en mistu af lestinni í þeirri seinni. Mercedes bíll þeirra Nico Rosberg og Michael Schumacher virðist vera gríðarlega fljótur á Sepang brautinni og voru þeir báðir í efstu fjórum sætunum á æfingunum tveimur. Jenson Button, sem sigraði ástralska kappaksturinn um siðastliðna helgi, var ekki langt undan liðsfélaga sínum Hamilton á seinni æfingunni. Vandamál komu í veg fyrir að hann æki fleiri en 15 hringi á fyrri æfingunni. Búist var við að rigning myndi setja strik í reikninginn á fyrri æfingunni og hafa þar af leiðandi áhrif á þá síðari. Liðin kepptust því við að fullkomna bíla sína fyrir kappaksturinn snemma morguns í Malasíu. Af rigningunni varð þó ekki. Lotus liðið tilkynnti á Twitter eftir seinni æfinguna að það þyrfti að skipta um gírkassa í bíl Kimi Raikkönen. Hann mun því missa fimm sæti á ráslínunni á sunnudaginn. Kamui Kobayashi á Sauber var fjórtándi á báðum æfingunum. Hann hefur væntanlega ekki sofið neitt rosalega vel því á twitter greindi hann frá skrítnum draum sem hann átti þá um nóttina. Kamui er eini ökumaðurinn sem fær að tvíta í friði frá vinnuveitendum sínum. Aðrir ökumenn fylgja einhverjum leiðinlegum PR reglum liðanna. Færslan hans Kamui var svohljóðandi: "@kamui_kobayashi Góðan dag. Átti furðulegan draum þar sem ég var í stríði með hagglabyssu sem ég skaut úr óvart. Það var óhuggulegt en mjög spennandi draumur." Formúla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur allra á báðum föstudagsæfingunum fyrir kappaksturinn í Malasíu sem fram fer um helgina. Red Bull menn voru ekki langt undan á fyrri æfingunni en mistu af lestinni í þeirri seinni. Mercedes bíll þeirra Nico Rosberg og Michael Schumacher virðist vera gríðarlega fljótur á Sepang brautinni og voru þeir báðir í efstu fjórum sætunum á æfingunum tveimur. Jenson Button, sem sigraði ástralska kappaksturinn um siðastliðna helgi, var ekki langt undan liðsfélaga sínum Hamilton á seinni æfingunni. Vandamál komu í veg fyrir að hann æki fleiri en 15 hringi á fyrri æfingunni. Búist var við að rigning myndi setja strik í reikninginn á fyrri æfingunni og hafa þar af leiðandi áhrif á þá síðari. Liðin kepptust því við að fullkomna bíla sína fyrir kappaksturinn snemma morguns í Malasíu. Af rigningunni varð þó ekki. Lotus liðið tilkynnti á Twitter eftir seinni æfinguna að það þyrfti að skipta um gírkassa í bíl Kimi Raikkönen. Hann mun því missa fimm sæti á ráslínunni á sunnudaginn. Kamui Kobayashi á Sauber var fjórtándi á báðum æfingunum. Hann hefur væntanlega ekki sofið neitt rosalega vel því á twitter greindi hann frá skrítnum draum sem hann átti þá um nóttina. Kamui er eini ökumaðurinn sem fær að tvíta í friði frá vinnuveitendum sínum. Aðrir ökumenn fylgja einhverjum leiðinlegum PR reglum liðanna. Færslan hans Kamui var svohljóðandi: "@kamui_kobayashi Góðan dag. Átti furðulegan draum þar sem ég var í stríði með hagglabyssu sem ég skaut úr óvart. Það var óhuggulegt en mjög spennandi draumur."
Formúla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira