Aftur efasemdir um mótið í Barein - Ecclestone alveg sama Birgir Þór Harðarson skrifar 10. febrúar 2012 16:00 Bernie Ecclestone hefur vingast við konungsfjölskylduna í Barein. Hamad bin Isa al Khalifa er til dæmis góður vinur. nordicphotos/afp Vaxandi pressa hefur verið á skipuleggjendur Formúlu 1 mótaraðarinnar um að aflýsa kappakstrinum í Barein í ár. Mótinu var frestað í fyrra og síðar aflýst vegna mikilla mótmæla og mannréttindabrota af hálfu hins opinbera þar í landi. Í ár eru uppi efasemdir eins og í fyrra um hvort mótið eigi að fara fram í Barein. Í fyrra bættist þó mikið óvissuástand vegna óeirða og hótana mótmælenda um að nota kappaksturinn þar til að láta rödd sína heyrast enn betur. Nú hefur efri deild breska þingsins blandað sér í umræðuna og hvetur ráðamenn Formúlu 1 til að aflýsa mótinu á meðan pólitísk óvissa er í landinu. Bendir þingmaður breska gæningjaflokksins meðal annars á dagleg mótmæli og dauða enn fleiri borgara. Bernie Ecclestone, sem stundum hefur verið kallaður alráður í Formúlu 1, vill hins vegar ekki hlusta á þá sem ekki vilja keppa í Barein enda gríðarlegir fjármunir fólgnir í mótum í Mið-Austurlöndum. Niðurstaða framkvæmdastjórnar Formúlunnar í fyrra kom aðeins stuttu áður en mótið átti að fara fram. Þá höfðu liðstjórar og ökumenn komið fram og lýst yfir andstöðu sinni við að mótið færi fram. Líklegt er að sama verði upp á teningnum að þessu sinni. Áætlað er að mótið í Barein fari fram þann 22. apríl og verði fjórða mótið á tímabilinu. Formúla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Vaxandi pressa hefur verið á skipuleggjendur Formúlu 1 mótaraðarinnar um að aflýsa kappakstrinum í Barein í ár. Mótinu var frestað í fyrra og síðar aflýst vegna mikilla mótmæla og mannréttindabrota af hálfu hins opinbera þar í landi. Í ár eru uppi efasemdir eins og í fyrra um hvort mótið eigi að fara fram í Barein. Í fyrra bættist þó mikið óvissuástand vegna óeirða og hótana mótmælenda um að nota kappaksturinn þar til að láta rödd sína heyrast enn betur. Nú hefur efri deild breska þingsins blandað sér í umræðuna og hvetur ráðamenn Formúlu 1 til að aflýsa mótinu á meðan pólitísk óvissa er í landinu. Bendir þingmaður breska gæningjaflokksins meðal annars á dagleg mótmæli og dauða enn fleiri borgara. Bernie Ecclestone, sem stundum hefur verið kallaður alráður í Formúlu 1, vill hins vegar ekki hlusta á þá sem ekki vilja keppa í Barein enda gríðarlegir fjármunir fólgnir í mótum í Mið-Austurlöndum. Niðurstaða framkvæmdastjórnar Formúlunnar í fyrra kom aðeins stuttu áður en mótið átti að fara fram. Þá höfðu liðstjórar og ökumenn komið fram og lýst yfir andstöðu sinni við að mótið færi fram. Líklegt er að sama verði upp á teningnum að þessu sinni. Áætlað er að mótið í Barein fari fram þann 22. apríl og verði fjórða mótið á tímabilinu.
Formúla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira