Nýr bíll HRT stenst ekki árekstrarpróf og ekur ekki fyrr en í mars Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2012 13:15 Það hlýtur að vera pirrandi að ná engum árangri þó maður leggi sig fram. De la Rosa ók 2011 bíl HRT á æfingum á dögunum. nordicphotos/AFP Bíll HRT liðsins í Formúlu 1 stóðst ekki árekstrarprófanir FIA og fær því ekki keppnisleyfi að svo stöddu. Nýr HRT bíll verður ekki frumsýndur fyrr en liðið hefur bætt úr þessu. HRT æfir því ekki á nýjum bíl fyrr en í byrjun mars, á síðustu æfingalotunni af þremur í ár. Nýjir keppnisbílar þurfa að fara í gegnum ströng öryggispróf áður en þeim er veitt heimild til að keppa. Nýji HRT bíllin féll á tveimur liðum prófsins með litlum mun. Á æfingunum í síðustu viku ók Pedro de la Rosa bíl síðasta árs og kemur til með að gera það aftur í lok mánaðarinns fyrst 2012 bíllinn fær ekki leyfi. HRT hefur átt mjög erfitt uppdráttar síðan þeir hófu keppni árið 2010. Allir átta ökumenn liðsins síðustu tvö tímabilin hafa aldrei ræst framar en í 18. sæti og aldrei lokið keppni ofar en í því þrettánda. Í fyrra ræsti liðið aldrei framar en í 20. sæti. Í vetur nældu þeir í spænska ökuþórinn Pedro de la Rosa sem hefur verið þriðji ökumaður McLaren í nokkur ár. Reynsla hans af þróun og hönnun F1 bíla er engri lík og því mikill fengur fyrir HRT. Þar áður ók hann með Arrows liðinu 1999-2000, Jaguar liðinu 2001-2002 og Sauber árið 2010. Við hlið de la Rosa ekur Inverjinn Narain Karthikeyan. Formúla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bíll HRT liðsins í Formúlu 1 stóðst ekki árekstrarprófanir FIA og fær því ekki keppnisleyfi að svo stöddu. Nýr HRT bíll verður ekki frumsýndur fyrr en liðið hefur bætt úr þessu. HRT æfir því ekki á nýjum bíl fyrr en í byrjun mars, á síðustu æfingalotunni af þremur í ár. Nýjir keppnisbílar þurfa að fara í gegnum ströng öryggispróf áður en þeim er veitt heimild til að keppa. Nýji HRT bíllin féll á tveimur liðum prófsins með litlum mun. Á æfingunum í síðustu viku ók Pedro de la Rosa bíl síðasta árs og kemur til með að gera það aftur í lok mánaðarinns fyrst 2012 bíllinn fær ekki leyfi. HRT hefur átt mjög erfitt uppdráttar síðan þeir hófu keppni árið 2010. Allir átta ökumenn liðsins síðustu tvö tímabilin hafa aldrei ræst framar en í 18. sæti og aldrei lokið keppni ofar en í því þrettánda. Í fyrra ræsti liðið aldrei framar en í 20. sæti. Í vetur nældu þeir í spænska ökuþórinn Pedro de la Rosa sem hefur verið þriðji ökumaður McLaren í nokkur ár. Reynsla hans af þróun og hönnun F1 bíla er engri lík og því mikill fengur fyrir HRT. Þar áður ók hann með Arrows liðinu 1999-2000, Jaguar liðinu 2001-2002 og Sauber árið 2010. Við hlið de la Rosa ekur Inverjinn Narain Karthikeyan.
Formúla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira