Viðskipti innlent

Heildartap lífeyrissjóðanna eftir hrun tæplega 500 milljarðar króna

Frá blaðamannafundinum.
Frá blaðamannafundinum. Mynd GVA
Heildartap lífeyrissjóðanna árin 2008 til 2010 er áætlað 479 milljarðar króna. Þar af eru innlend hlutabréf 198 milljarðar.

Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun, sem hófst fyrir skömmu á Grand Hóteli. Tap af gjaldmiðlavarnasamningum, miðað við gengisvísitöluna 175, er áætlað ríflega 36 milljarðar króna.

Langmesta tap lífeyrissjóðanna vegna hlutabréfa er vegna Kaupþings, Bakkavarar og Exista. Tap vegna Kaupþings er 78,5 milljarðar, Bakkavarar 28 milljarðar og Exista 22 milljarðar.

Nefndin skilar í dag af sér skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnar og má fylgjast með fundinum á Twitter Vísis hér forsíðunni.


Tengdar fréttir

Rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna kynnt í dag

Blaðamannafundur rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun hefst núna klukkan tvö á Grand Hóteli. Nefndin skilar í dag af sér skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnar.

Bankarnir réðu oft fjárfestingum lífeyrissjóðanna

Bankarnir réðu ferðinni oft á tíðum í fjárfestingum lífeyrissjóðanna fyrir hrun að sögn Hrafns Bragasonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. Þetta kom fram í erindi hans á fundi um starfsemi lífeyrissjóðina fyrir hrun.

Töpuðu hátt í 250 milljörðum á Baugi og Exista og félögum tengdum þeim

Tap lífeyrissjóðanna vegna Baugs Group hf., sem nú er í slitameðferð, er áætlað 4,8 milljarðar króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun, sem haldinn er á Grand Hóteli. Ef Baugur og tengd félög eru tekin með er tapið um 77 milljarðar króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×